Laugardagur 24. febrúar, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Egill minnist látins kennara síns: „Jólunum í bekknum hans Jens gleymi ég til dæmis aldrei“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Egill Helgason minnist kennara sín úr barnæsku, sem lést á dögunum.

Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason skrifaði falleg minningarorð um gamla kennara hans, Jens Jakobs Hallgrímssonar, á Facebook í gær. Jens lést á dögunum en hann kenndi Agli í gamla Öldugötuskólanum sem í dag er Vesturbæjarskóli.

„Ég hef stundum minnst Jens Hallgrímssonar, enda var hann afbragðs lærimeistari, mildur og vís og í miklu uppáhaldi hjá börnunum í þessum yndislega skóla,“ skrifaði Egill og hélt áfram. „Börn eru kannski ekki mikið að þakka kennurum sínum, eðlilega, þeim er tekið ens og sjálfsögðum hlut, en þegar líður á ævina skilur maður hvað maður á sumum kennurum mikið að þakka. Viðmót, lærdóm, samverustundir. Jólunum í bekknum hans Jens gleymi ég til dæmis aldrei.“

Hér má sjá færsluna í heild sinni:

„Sé að ástkær kennari minn úr gamla Öldugötuskólanum (Vesturbæjarskóla) er látinn. Ég hef stundum minnst Jens Hallgrímssonar, enda var hann afbragðs lærimeistari, mildur og vís og í miklu uppáhaldi hjá börnunum í þessum yndislega skóla. Börn eru kannski ekki mikið að þakka kennurum sínum, eðlilega, þeim er tekið ens og sjálfsögðum hlut, en þegar líður á ævina skilur maður hvað maður á sumum kennurum mikið að þakka. Viðmót, lærdóm, samverustundir. Jólunum í bekknum hans Jens gleymi ég til dæmis aldrei.

Blessuð sé minning öðlingsins Jens Hallgrímssonar – sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -