Föstudagur 26. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Einfarinn sem hvarf sporlaust: „Þetta hefur verið erfitt en ég veit að hann kemur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matthías Þórarinsson var fæddur þann 17.maí árið 1989. Hann var eina barn foreldra sinna og bjó með þeim á Stokkseyri. Faðir hans lést þegar Matthías var aðeins 14 ára gamall en þeir voru nánir. Það var honum því mikið áfall að missa föður sinn.

Honum er lýst sem skemmtilegum strák, miklu náttúrubarni og var hann sagður svolítill hippi í sér. Hann hannaði sín eigin föt, borðaði einungis lífrænt og klippti sjálfur á sér hárið.

Eftir andlátið fluttu mæðginin á Kjalarnes.

Matthías bjó í jeppa fyrir utan heimili þeirra sem hann notaði einnig til ferðalaga. Hann var í eðli sínu mikill einfari.

Þann 13.desember árið 2010 hringdi móðir Matthíasar í lögreglu, þá hafði hún ekki heyrt frá honum í nærri tvo mánuði. Hann átti það til að fara í ferðalög á jeppanum án þess að láta nokkurn vita en á þessum tímapunkti var óeðlilega langt um liðið. Þann 10.janúar hafði hún aftur samband við lögreglu en þá hafði hún ekkert heyrt frá syni sínum yfir hátíðarnar.

Skömmu síðar fannst bíll Matthíasar brunninn skammt frá heimili móður hans en ekkert benti til þess að hann hafi verið í bílnum þegar hann brann.

- Auglýsing -

„Rússajeppi sem talinn er tilheyra Matthíasi Þórarinssyni, sem leitað hefur verið síðan á mánudaginn, fannst brunninn til kaldra kola á fimmtudag skammt frá malarnámum á Kjalarnesi. Matthías var ekki í bílnum og þar var heldur engar frekari vísbend- ingar að finna um ferðir hans. Samkvæmt lög- reglu er greini- legt að jepp- inn brann fyrir nokkru. Ekkert hefur spurst til Matthíasar síðan fyrir jól. Að sögn lögreglu mun hann vera mikill einfari en hefur þó alltaf látið fjölskyldu sína reglulega vita af ferðum sínum. Hann hætti þvíhins vegar rétt fyrir jól. Talið er hugsanlegt að síðast hafi sést til Matthíasar á Selfossi í vikunni fyrir jól. Þá var hann staddur á Austurvegi á móts við mjólkurbú Flóa- manna á leið til austurs. Samkvæmt lögreglu sker Matthí- as sig töluvert úr hvað klæðaburð varðar og klæðist gjarnan fötum sem hann saumar sjálfur. Þegar sást til hans síðast var hann klæddur
í græna úlpu og gallabuxur. Þá er hann oft með svart svokallað buff á höfðinu,“ sagði í frétt DV árið 2011.

Umfangsmikil leit var gerð í grennd við heimilið en ekkert fannst, nema lyklar Matthíasar sem voru í póstkassa við þjóðveginn á Kjalarnesi.

Móðir Matthíasar telur hann vera á lífi og hafa miðlar sagt henni að hann sé að sinna mikilvægu verkefni erlendis. Hann átti þó ekki vegabréf og samkvæmt farþegalistum úr Leifstöð og Norrænu fór hann ekki úr landi. Matthíasar er enn saknað.

- Auglýsing -

„Ekkert hefur spurst til Matthíasar Þórarinssonar síðan rétt fyrir jól 2010. Matthíasi var lýst sem sér- lunduðum einfara sem bjó í gömlum Rússajeppa. Jeppinn fannst í janúar 2011, brunninn skammt frá malarnámum á Kjalarnesi. Matthías var ekki í bílnum og engar vísbendingar að finna. Móðir hans, Þórgunnur Jónsdóttir, hefur ekki misst trúna á að hann skili sér. Hún segir erfitt að vita af hverju hann fór en hefur enga trú á að hann hafi viljað binda enda líf sitt. „Þetta hefur verið erfitt en ég veit að hann kemur,“ segir Þórgunnur og lýsir syni sínum sem skemmtilegum. Hún segir samband þeirra hafa verið afar gott en hún var nýflutt á Kjalarnes þegar Matthías hvarf. Hann bjó í Rússajeppanum fyrir utan,“ sagði í upprifjun Fréttablaðsins á málinu þann 16.janúar 2016

Teljir þú þig hafa upplýsingar um málið er þér bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000

Heimildir: DV 14.janúar 2011. Fréttablaðið 16.janúar 2016. Saknað-Íslensk mannshvörf eftir Bjarka H. Hall, 2019.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -