Miðvikudagur 10. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Skíðamaður lenti undir snjóflóði í Stafdal á Seyðisfirði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynning barst lögreglunni á Austurlandi vegna snjóflóðs í Stafdal ofan Seyðisfjarðar laust eftir klukkan fjögur í dag. Tveir voru á ferð um svæðið þegar flóðið féll og lenti annar þeirra undir því. Ferðafélagi hans fann hann skömmu síðar og aðstoðaði hann undan flóðinu.

„Viðbragðsaðilar voru strax ræstir út, björgunarsveitir í umdæminu og þyrla Landhelgisgæslu reiðubúin að fara af stað með hjálparlið og búnað. Aðgerðastjórn var virkjuð og samhæfingarstöð almannavarna,“ segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

„Um klukkan 16:30 var viðkomandi fundinn og laus undan flóðinu með aðstoð þess er með honum var. Hann var í kjölfarið fluttur undir læknishendur með sjúkrabifreið. Ekki er talið að meiðsl hans séu alvarleg en hann lerkaður eftir.“

Um það bil tíu mínútum síðar voru viðbragðsaðilar kallaðir til baka.
Snjóflóðaeftirliti Veðurstofu var strax upplýst um atvikið. Svæðinuvar lokað þar til metið hefur verið hvort hætta er enn til staðar.
Í Stafdal er skíðasvæði Seyðfirðinga.
Hér að neðan má sjá færslu lögreglunnar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -