Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Elís myrti móður Gunnars í Krossinum: „Vildi ekki drepa hana fyrir framan börnin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elís Helgi Ævarsson myrti Sigurbjörgu Einarsdóttur, móður Gunnars Þorsteinssonar, oftast kenndur við Krossinn, í desember 1999. Hann var þá 26 ára gamall og þau þekktust ekki neitt.

Við rannsókn málsins og yfirheyrslu yfir Elís kom fram að við verknaðinn hafi hann verið í geðveikisástandi og í raun ætlað að valda sjálfum sér sem mestum skaða. Fram að þessum tímapunkti hafði hann ítrekað velt fyrir sér sjálfsmorði en endaði á því að myrða Sigurbjörgu í staðinn.

Helber tilviljun

Sigurbjörg var rúmlega áttræð og bjó í Espigerði 4 í íbúð á 7. hæð. Föstudagskvöldið 3. desember 1999 var hún myrt á hrottalegan hátt, með hnífi og barefli. Sigurbjörg var stungin 14 sinnum í háls og bak, skorin á háls og slegin með styttu í höfuðið.

Elís bjó hjá móður sinni á næstu hæð fyrir ofan Sigurbjörgu. Þau þekktust ekkert og svo virðist sem algjör tilviljun hafi ráðið því að Sigurbjörg varð fórnarlamb hans klukkan 20 þetta örlagaríka kvöld.

Samkvæmt fréttaflutningi DV á sínum tíma gaf Elís sig ekki strax fram eftir morðið en gerði þó enga sérstaka tilraun til að hylja slóð sína heldur. Á fötum hans fundust blóðslettur og blóðug fótspor hans á morðvettvangi. Eftir nokkurra daga yfirheyrslur játaði Elís morðið.

- Auglýsing -

Í maí árið 2000 var Elís dæmdur í 16 ára fangelsisvist.

Sturlaður

Þetta kvöld var Elís undir áhrifum margvíslegra vímugjafa, s.s. áfengis, kókaíns, amfetamíns og e-taflna. Hann yfirgaf heimili sitt síðdegis þennan dag með þeim ásetningi að ætla að vinna einhverjum mein.

- Auglýsing -

– Auglýsing –

Fyrst hringdi Elís dyrabjöllunni beint á heimili móðurinnar. Þar bjó líka gömul kona en hjá henni voru gestir þannig að Elís hætti við morð þar. Hann hélt hins vegar áfram og fór þá niður á næstu hæð. Þá valdi hann dyr Sigurbjargar af handahófi.

Elís spurði gömlu konuna hvort hann gæti komist í síma hjá henni en réðst að Sigurbjörgu um leið og hún sneri frá dyrunum. Eftir morðið stal hann 2-3.000 krónum úr veski gömlu konunnar.

Afplánaði í Byrginu

Elís átti að baki langa sögu eiturlyfjaneyslu og afbrota. Hann fór fyrst í meðferð 16 ára gamall en virðist aldrei hafa náð neinum tökum á vímulausu lífi. Á bakinu var Elís með fjölmarga dóma fyrir líkamsárásir og brot á fíkniefnalögum.

Elís myrti Sigurbjörgu í Espigerði og hlaut fyrir það 16 ára dóm. Morðið vakti mikinn óhug á
sínum tíma. Eftir eitt ár á Litla-Hrauni var hann fluttur á réttargeðdeildina að Sogni. Þremur árum seinna var Elís fluttur á meðferðarheimilið Byrgið þar sem hugmyndin var að honum gæfist kostur á endurhæfingu. „Hér get ég byggt mig upp og skapað nýjan mann,“ sagði Elís í samtali við DV og sagðist þá hafa þegið fyrirgefningu Gunnars í Krossinum.

„Hérna líður mér vel,“ sagði Elís í herbergi sínu í Byrginu. Um morðið hafði hann þetta að segja:

„Ég var vitstola brjálæðingur, nýdottinn í það. Áður en þetta gerðist hafði ég náð mér á
nokkuð gott strik. Mér fannst hlutirnir vera farnir að skýrast.“

Stórir skammtar

En svo féll Elís í harða neyslu. Skammtarnir sem hann tók voru stórir og tíu daga neyslutúrinn endaði með skelfingu. Með morðinu á Sigurbjörgu.

„Ég sat úti á svölum. Útúrdópaður. Með The Mercy Seat með Nick Cave á
fóninum. Ætli ég hafi ekki setið svona í eina átta tíma. Mig langaði að deyja en þorði ekki að svipta mig sjálfur lífi. Ég átti enga vini. Enga lykla að heimili. Þarna átti ég ekki
neitt.“

Leiðin út var sú að gera eitthvað nógu hræðilegt. Elís stóð upp, slökkti á græjunum og gekk út úr íbúðinni. Hann segist fyrst hafa bankað á eina hurð og kona komið til dyra. Allt hefði verið fullt af börnum og blöðrum og hann hélt að barnaafmæli væri í gangi. Frá morðinu man hann ekki neitt.

„Ég hélt á hnífnum í hendinni en vildi ekki drepa hana fyrir framan börnin. Ákvað í staðinn að berja á næstu hurð. Seinna komst ég að því að það voru engin böm. Ekkert afmæli. Ég sá ekki neitt; vissi ekki neitt. Ég man ekki einu sinni hvernig andlitið á Sigurbjörgu leit út. Kannski á það eftir að rifjast upp síðar.“

Mikilvægt faðmlag

Þegar Elís myrti í Espigerði var sonur hans fimm ára gamall. Ungi drengurinn er ástæða þess að hann ákvað að lifa í stað þess að taka eigið líf í afplánuninni. Annar vendipunktur í ferlinu var afar mikilvægt faðmlag, frá Gunnari í Krossinum sem heimsótti Elís á Sogni.

„Þegar ég sá hann brotnaði ég niður og grét. Ég baðst fyrirgefningar og hann tekur utan um mig og veitir mér fyrirgefningu. Hann gerði mér kleyft að taka næsta skref. Þegar hann
hafði fyrirgefið mér gat ég hafið þá vinnu að fyrirgefa sjálfum mér.“

 

Baksýnisspegillinn birtist áður í Mannlífi í október 2021. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -