Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Elísabet Gunnars: „Ég er þakklát fyrir að hafa ekki verið á social media þegar ég var að finna mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsti þáttur Tölum Um fór í loftið í gær. Þar ræðir Gummi Kíró við hina glæsilegu Elísabetu Gunnarsdóttur, eiganda Trendnet.is.

Elísabet segir frá því hvernig fatastíll hennar þróaðist en hún byrjaði ung að starfa í tískuvöruverslun. „Ég tróð mér inn í Centrum sem var í Kringlunni. Ég vann mjög mikið með menntaskóla, hef alltaf verið þar að ég vil eiga fyrir hlutunum, ef mig langar í eitthvað þá vinn ég bara meira.“ Elísabet segir að alla tíð hafi hún haft efni á því sem hún kaupir og aldrei viljað eyða umfram það sem hún á. „Ég fór aldrei á skeið sem margar unglingsstelpur gera, að taka yfirdrátt eða eitthvað. ég vann fyrir því.“

Í Centrum byrjaði Elísabet fyrst að fylgjast með tískubylgjum. „Ég vann þar lengi og hrærðist svoldið þá í merkjum í fyrsta sinn.“

Hún rifjar upp árin þegar hún var enn að leita að sínum persónulega stíl. „Ég man eftir mér í einu outfiti þar sem ég var í sokkabuxum, samfellu og hælaskóm, Madonnu fýlingur. Ég labbaði bara eins og ekkert væri. Þetta var ekki endilega minn stíll heldur þótti bara töff.“

„Ég er rosalega þakklát fyrir að hafa ekki verið á social media þegar ég var að finna mig í tísku, maður fór all in í trendum.“

Þáttinn Tölum Um er hægt að nálgast í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -