Miðvikudagur 8. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Elísabet hvarf sporlaust frá heimili sínu við Háaleitisbraut

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elísabet Bahr Ingólfsson var fædd þann 1.júní árið 1926 í bænum Pommern í Þýskalandi. Hún var elst fjögurra barna þeirra Hans Joachim Bahr, prests og Gertrud Bahr.

Elísabet kom til Íslands árið 1949. Í fyrstu ætlaði hún sér að vera í ár hér á landi og dvelja hjá frænku sinni á Akureyri en kynntist þá verðandi eiginmanni sínum, Baldri Ingólfssyni, þýðanda og kennara. Parið gifti sig árið 1951 og settust að í Reykjavík. Þau áttu þrjá syni og Elísabet kenndi námskeið í handavinnu.

Þann 14.desember árið 1965 fór Elísabet af heimili sínu við Háleitisbraut 24 um klukkan hálf þrjú, ekki er vitað hvert hún ætlaði sér að fara en hún skilaði sér aldrei heim. Í fyrstu var hún ekki nafngreind heldur einungis talað um horfna konu, það var ekki fyrr en 21.desember sem mynd af henni var birt í Morgunblaðinu.

Leit af Elísabetu var hafin strax um kvöldið þann 14.desember. Henni var lýst sem 166 sentímetrar á hæð, ljóshærð, klædd í dökkbláa kápu, með svarta loðhúfu og í háum svörtum leðurstígvélum. Hún var sögð tala fullkomna íslensku þrátt fyrir þýskan uppruna sinn.

Mikil leit var gerð, auglýsingar hljómuðu í útvarpi og birtust í blöðum.

Talið var að sést hafi verið til hennar á Seltjarnarnesi daginn sem hún hvarf. Einnig var hún talin hafa verið í Öskjuhlíð um kvöldmatarleytið sama dag.

- Auglýsing -

Í Vísi þann 15.desember er greint frá því að Elísabet hafi farið með leigubíl að Mýrarhúsum. Leitarhundar röktu slóð hennar þaðan niður í fjöru og að Eiðisgranda. Leigubílsstjóri taldi víst að hann hafi tekið Elísabetu upp í bíl sinn seinnipart 14.desember og ekið með hana í Hlíðarnar. Elísabet var sögð hafa átt erfitt með svefn dagana fyrir hvarfið.

Þann 19.desember stigu fram vitni sem segjast hafa rekist á Elísabetu á Hafnarfjarðarvegi í nálægð við Öskjuhlíð aðfaranótt 15.desember. Vitnin sögðu hana hafa verið hrædda og að hún hafi talið einhvern vera að elta sig. Þeir buðu henni far en hún afþakkaði.

Leitarhópar voru þá kallaðir út í Öskjuhlíð og var hún talin fela sig þar. Hátt í 500 manns tóku þátt í leitinni án árangurs en leit var hætt þann 21.desember. Elísabetar er því enn saknað.

- Auglýsing -

Í Gufuneskirkjugarði var reistur steinn til minningar um hana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -