Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ellefu kaþólskir prestar grunaðir um misnotkun á börnum – Sannanir til um 3.200 presta til viðbótar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frétt berst nú frá Frakklandi sem ætti ekki að koma neinum á óvart en 11 kaþólskir prestar hafa verið nefndir vegna gruns um kynferðisbrot gegn börnum. Einn þeirra er fyrrum kardínáli.

Játning kardínála

Í tilkynningu sem BBC sagði frá, segist kardinálinn Jean-Pierre Ricard hafa misnotað 14 ára stúlku þegar hann var sóknarprestur fyrir 35 árum síðan og að hann myndi nú hætta þjónustu sinni.

Fyrir ári síðan komst rannsóknarnefnd yfir sönnunargögn sem sýndu fram á þúsundir barnaníðinga innan hinnar kaþólsku kirkju í Frakklandi, síðustu áratugina.

Allir ellefu prestarnir verða annað hvort ákærðir eða þeim refsað af Kirkjunni.

Fréttirnar bárust er franskir biskupar héldu ráðstefnu í Lourdes í Suð-Vestur Frakklandi. Þar sagði Erkibiskupinn Eric de Moulins-Beaufort fréttamönnum að meðal þeirra ellefu sem sekir eru um misnotkun er fyrrum biskupinn af Créteil, Michel Santier, sem hætti á síðasta ári eftir að hann var sakaður um misnotkun fyrir tveimur áratugum síðan.

- Auglýsing -

Las hann úr bréfi frá Ricard Kardinála, sem sagðist hafa hagað sér á „ámælisverðan hátt“ gagnvart 14 ára stúlku og að framferði hans hafði óhjákvæmilega valdið henni alvarlegum og varanlegum afleiðingum. Hinn 78 ára Ricard, sem nú er hættur þjónustu eftir 18 ár sem biskupinn af Bodeaux, segist hafa beðið stúlkuna að fyrirgefa sé og beðist afsökunar til þeirra sem hann særði.

Mun fleiri níðingar innan kirkjunnar

Núverandi biskup af Bordeaux, Jean-Paul James, vottaði fórnarlambinu samúð sína og ítrekaði beiðni sína til allra sem orðið hafa fyrir misnotkun í biskupsdæminu að stíga fram.

- Auglýsing -

Stjórnandi ráðstefnunnar sagði að fyrir utan kardinálann og Michel Santier, hefði sex biskupar verið sakaðir af dómskerfinu eða kirkjunni og einn þeirra sé látinn.

Þá er dómskerfið að rannsaka tvo fyrrverandi biskupa til viðbótar og sá þriðji hefur verið tilkynntur til saksóknara, bætti hann við.

Í skýrslu sjálfstæðrar nefndar innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá árinu 2021, kemur fram að um 216.000 börn hafi orðið fyrir misnotkun af völdum presta síðan 1950, flestir strákar á aldrinum 10-13 ára.

Fram kom á ráðstefnunni að sannanir væru til staðar um 3.200 ofbeldismenn innan kirkjunnar og að búið sé að afhenda saksóknurum sannanir í 22 málum, sem leitt gæti til lögsóknar.

Frakkland er eitt af fjölmörgum löndum þar sem ásakanir um kynferðisofbeldi hefur skekið kaþólsku kirkjuna. Í fyrra breytti Francis páfi lögum kirkjunnar og gerði þannig kynferðislega misnotkun, undirbúning á ólögráða börnum fyrir kynlíf, vörslu barnakláms og yfirhilmingu yfir misnotkun að refsiverðum brotum, samkvæmt lögum Vatíkansins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -