Fimmtudagur 23. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Erla Bolladóttir er Hetja ársins: „Finnst ofboðslega vænt um að það sé einhver að hugsa um þetta “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vali Mannlífs á Hetju ársins 2022 er lokið og úrslit liggja fyrir. Ljóst er að barátta Erlu Bolladóttur við kerfið og krabbameinið hefur hreyft við fólki.

Er þetta í annað skiptið sem Mannlíf velur Hetju ársins en í fyrra var það Rúna Sif Rafnsdóttir sem hlotnaðist heiðurinn en hún bjargaði lífi hins átta mánaða Elds Elís með því að gefa honum hluta af lifur sinni sem var honum lífsnauðsynlegt.

Sjá einnig: Rúna Sif Rafnsdóttir, hetja ársins: „Eldur Elí er mesta hetjan“

Áratugalangri baráttu hennar við kerfið skilaði sér loksins rétt fyrir jól er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra baðst afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, á gæsluvarðhaldi sem hún sætti í tengslum við Geirfinnsmáli- og þeirri meðferð sem hún hlaut í fangelsinu. Auk afsökunarbeiðnarinnar fékk hún greiddar 32 milljónir króna í miskabætur.

Erla Bolladóttir – Ljósmynd: Kazuma Takigawa

Erla var í einlægu viðtali í tímariti og hlaðvarpi Mannlífs í byrjun október þar sem hún fór yfir áföllin og ástina, krabbameinið og baráttuna við kerfið, á hispurslausan hátt. Hægt er að hlusta á viðtalið hér, hér og hér.

Þá sagði Erla á blaðamannafundi í haust að hún vonaði að máli hennar gegn ríkinu lyki áður en hún kveddi þennan heim.

- Auglýsing -

Í samtali við Mannlíf sagðist Erla vera hrærð yfir heiðrinum: „Fyrsta tilfinningin sem vaknar er bara, það er eitthvað ofboðslega ljúft að finna það að einhver kannist við það sem ég hef verið að standa í. Mér þykir þetta mjög góður heiður og finnst ofboðslega vænt um að það sé einhver að hugsa um þetta.“

Aðspurð hvort hún hafi fundið fyrir meðbyr frá þjóðinni vegna baráttu hennar við ríkið játar hún því: „Já, seinni árin eða frá því árið 2011. Þegar Sævar dó, þá gerðist eitthvað með vitund þjóðarinnar. Þá fór ég að finna fyrir stuðningi,“ sagði Erla og átti þá við Sævar Ciesielski sem barðist fyrir endurupptöku á Guðmundar og Geirfinnsmálinu til dauðadags.

Er Erla var spurð hvort hún sé ekki hæstánægð með afsökunarbeiðni forsætisráðherrans og miskabæturnar sagði Erla: „Jú, það var það sem ég lagði mestu áhersluna á og það sem skipti mig mestu máli, að það yrði kannast við hvað mér var gert.“

- Auglýsing -

En Erla hefur unnið þennan bardaga en glímir nú við annars konar bardaga en hann er upp á líf og dauða, krabbameinið. „Það gengur bara vel. Það er allt með kyrrum kjörum og það er enn ólæknanlegt segja þeir. En þetta er alveg með skásta móti.“

Erla Bolladóttir – Ljósmyndari: Kazuma Takigawa

Að lokum spurði blaðamaður Mannlífs Erlu hvort hún væri bjartsýn á nýja árið:
„Ég get ekki alveg sagt það sko. Ég er ekki bjartsýn fyrir íslenskt samfélag. Mér finnst staðan ekki líta vel út. Þá á ég við varðandi afkomu fólks og húsnæðismöguleika. Þetta virðist bara fara versnandi. Unga fólkið getur ekki keypt sér húsnæði og það virðist alveg vanta umhyggjuna fyrir fjölskyldunni, finnst mér. Það vantar það alveg hjá stjórnvöldum.“

Þar sem Erla er stödd í Svíþjóð um þessar mundir verður henni afhent viðurkenningarskjal sem hetja ársins 2022, á næsta ári.

Mannlíf óskar Erlu innilega til hamingju með titilinn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -