Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Film in Iceland: Með lagabreytingunni munu stærri kvikmyndaverkefni fá 35% endurgreiðslu í stað 25%

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, undirrituðu í dag samning um kynningu á endurgreiðslukerfi kvikmynda á Íslandi – Film in Iceland.

Vaxandi áhugi hefur verið á Íslandi sem tökustað og verkefni Film in Iceland, er að kynna Ísland sem áhugaverðan tökustað, endurgreiðslukerfi vegna framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis, innviði íslenska kvikmyndaumhverfisins og að taka við fyrirspurnum erlendra framleiðanda og aðstoða þá eftir fremsta megni.

Spurningar hafa verið settar við það hvort að þetta sér rétta leiðin. En menningar- og viðskiptaráðherra vill meina að þetta rennir mikilvægum stoðum undir þau markmið stjórnvalda að efla íslenskan kvikmyndaiðnað og gera Ísland að eftirsóknarverðum tökustað fyrir fjölbreytt kvikmynda- og sjónvarpsverkefni.

Í samningnum er kveðið á um að Íslandsstofa taki að sér kynningar á erlendum kvikmyndahátíðum, auglýsingar í fagtímaritum, öflun viðskiptasambanda, svörun og úrvinnslu fyrirspurna og almenna aðstoð við erlend framleiðslufyrirtæki sem hafa áhuga á að taka upp kvikmynda- eða sjónvarpsefni hér á landi.

Til að styðja enn frekar við íslenskan kvikmyndaiðnað mun ráðherra leggja fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, nú á vorþingi. Með lagabreytingunni munu stærri kvikmyndaverkefni fá 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, í stað 25%.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -