Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Fimm réðust á einn í Kópavogi – Perufullur maður fannst liggjandi í runna, fluttur á bráðamóttöku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um það bil 120 mál voru skráð í dagbók lögreglu í gærkvöld og í nótt en 8 aðilar voru vistaðir í fangageymslu. Mörg mál voru tengd ölvun og hávaða en fjölmargir voru teknir vegna aksturs undir áhrifum.

Tilkynning barst lögreglu vegna snarölvaðs manns sem angraði viðskiptavini á veitingahúsi í hverfi 105, rétt fyrir klukkan 19:00. Var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð og fékk hann að gista í fangageymslu um nóttina.

Ökumaður ók á þrjá kyrrstæða bíla í hverfi 105 í gærkvöldi en ekkert slys varð á fólki. Var ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna en einnig var hann ekki með gild ökuréttindi. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar málsins.

Þá hafði lögreglan afskipti af manni í annarslegu ástandi þar sem hann var óvelkominn í húsi. Lögregla bauðst til að aka manninum heim sem hann þáði. Í lögreglubifreiðinni fór maðurinn að veitast að lögreglumönnum og hóta þeim. Maðurinn var þá handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var síðan vistaður sökum ástands í fangageymslu.

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var maður handtekinn í Miðborg Reykjavíkur, grunaður um líkamsárás á skemmtistað. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar í þágu rannsóknar á málinu. Ekki er vitað um áverka árásarþola.

Kona í afar annarslegu ástandi var handtekin í hverfi 105 en lögreglan hafði ítrekuð afskipti af konunni í gærkvöld og í nótt þar sem hún var sögð hafa verið að ráðast á fólk. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu sökum ástands.

- Auglýsing -

Moldfullur maður fannst liggjandi í runna í miðbænum upp úr klukkan 4 í nótt. Hafði hann dottið í runnann og var með litla rænu sökum ölvunar. Var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.

Úr hverfi 105 barst tilkynning rétt fyrir klukkan fimm í morgun vegna umferðaóhapps en engin slys urðu á fólki. Ökumaðurinn ók á staura og þrjá kyrrstæða bíla. Var tjónvaldurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Í Kópavogi barst tilkynning um eld á veitingastað kl. 19:38 í gærkvöld. Búið var að slökkva eldinn er lögregla og slökkvilið mættu á staðinn. Slökkvilið tryggði vettvanginn.  Starfsmenn töldu að ekkert hafi skemmst.

- Auglýsing -

Um hálf tvö í nótt var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í Kópavoginum en árásarþoli var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild. Áverkar sagðir vera á höndum og fótum. Árásaraðilar voru sagðir fimm en þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -