Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fiskeldi á Ísland á mannamáli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er fátt umdeildara á Íslandi þessa dagana en fiskeldi og þá sérstaklega sjókvíaeldi, en fyrirtæki sem starfa við slíkt á Íslandi hafa mátt þola harða gagnrýni frá umhverfisverndarsinnum sem telja að fiskeldið geti mögulega stórskaðað lífríki Íslands. Til dæmis má nefna að stjórnarmeðlimur HSÍ sagði af sér í kjölfar þess að samið var við Arnarlax sem styrktaraðila Handknattleikssambandsins. Þar með er þó ekki sagt að landeldi sé endilega frábær kostur, en báðar tegundir fiskeldis hafa sína kosti og galla.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett mikið púður og pening í að reyna fá íslensku þjóðina með sér í lið og hafa auglýsingar um að fiskeldi sé að bjarga Vestfjörðum frá glötun verið spilaðar óspart á öllum miðlum.

Málið er hins vegar flókið og ekki allra að kynna sér það auðveldlega, en þó er ljóst að þjóðin verður á næstunni að taka ákvörðun um hvort að fiskeldi eigi sér framtíð á landinu.

Því er um að gera að reyna að setja kosti og áhættuþætti fiskeldis upp á einfaldan máta. Upplýsingar sem þessi umfjöllun styðst við er úr umtalaðri skýrslu sem ber nafnið „Staða og framtíð lagareldis á Íslandi“ og var unnin fyrir Matvælaráðuneytið árið 2023 af Boston Consulting Group.

Sjókvíaeldi – Mynd: Arnarlax

Sjókvíaeldi

Í skýrslunni er talað um að íslenskir firðir henti vel fyrir sjókvíaeldi. Einnig sé á Íslandi þróaður tækniiðnaður tengdur nýtingu sjávarafurða sem nýtist. Að auki er talið að lágt hitastig sjávar geti dregið úr laxalús og þá séu sjúkdómar ekki eins algengir og annars staðar. Aðferðafræði við framleiðslu lax með sjókvíaeldi sé sannreynd aðferð samanborið við aðrar aðferðir til umræðu og að sú tækni sem þörf sé á hafi verið sannreynd.

- Auglýsing -

Áskoranir sem snúa að sjókvíaeldi voru einnig umfjöllunarefni skýrslunnar og er þá fyrst nefnd stærð greinarinnar hérlendis og umfang virðiskeðjunnar í samanburði við aðra markaði, en það geti verið hamlandi. Þá hafi lágt hitastig sjávar áhrif á vaxtarhraða í eldi og almennt sé skilvirkni, eins og staðan er í dag, í framleiðslu þ.a.l. lág. Að auki er tekið fram að regluverk og stjórnkerfið hafi ekki náð að fylgja vexti greinarinnar. Áskoranir tengdar sjúkdómum og laxalús eru líklegri sé þessi framleiðsluaðferð nýtt frekar en aðrar þekktar aðferðir við ræktun á laxi, auk þess sé hætta á slysasleppingum sem geta valdið erfðablöndun við villta stofna ásamt smiti sjúkdóma þeirra á milli.

Landeldi

Á Íslandi er hreinn jarðsjór við gott hitastig aðgengilegur og endurnýjanleg orka fáanleg á góðum kjörum. Lítil áhætta er á umhverfisáhrifum tengdum smitum eða slysasleppingum. Möguleikar til að velja staðsetningu framleiðslu eru meiri og því mögulegt að koma henni fyrir nær mörkuðum og þannig draga úr flutningstíma sem er sérstaklega mikilvægt í viðskiptum með ferskvöru. Í skýrslunni kemur einnig fram að sú stýring á umhverfi sem aðferðir við landeldi bjóða upp á gætu aukið vaxtarhraða ásamt því að bæta heilsu fiska en þó er tekið fram að það sé ósannreynt. Að lokum verða til tækifæri til að skapa verðmæti úr efni sem tapast við aðrar framleiðsluaðferðir í opnum kerfum, t.d. úrgang fisksins sem mögulega gæti hentað vel til áburðarframleiðslu.

- Auglýsing -

Áskoranir tengdar landeldi liggja í upphafi við meiri kostnað við uppbyggingu. Sú tækni sem nauðsynleg er til framleiðslunnar er ósannreynd á þeim stóra skala sem áætlaður er hérlendis og því fjárfestingaráhætta sem gæti tekið langan tíma að skila árangri. Þá séu til dæmi um tæknilegar áskoranir t.d. bilanir í búnaði sem gætu leitt til affalla ásamt mögulegum áskorunum tengdum vatnsnotkun, síun á fráveituvatni og úrgangssöfnun.

Það er vissulega í mörg horn að líta þegar kemur að fiskeldi á Íslandi í dag og klárt mál að fólk mun halda áfram að berjast fram í rauðan dauðann fyrir sinn málstað.

Umdeild samstarf HSÍ við Arnarlax innsiglað með handabandi – Mynd: Arnarlax

Pistill þessi birtist í nýju Sjóarablaði sem hægt er að lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -