Föstudagur 14. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Fjölmargir Íslendingar veikir á hóteli á Tenerife: „Heyrði fjóra gubba úr öðrum herbergjum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir hafa lagt leið sína suður á bóginn og þá er Tenerife, eyjan fagra, ávallt vinsæll viðkomustaður.

Það er hins vegar ekki alltaf sæla í paradís. Þær fregnir hafa verið að berast okkur að mikil magakveisa sé að herja á hótelgesti á Bitacora hótelinu. Hótelið er vinsæll ferðamannstaður og því margir Íslendingar á hótelinu. Á síðu Tenerife tips á facebook er fólk að tala um að einkennin líktust noro veikinni og svo virðist sem að magapestin hafi verið að ganga í þó nokkurn tíma.

Íslenska ferðaskrifstofan Vita selur ferðir til Tenerife og meðal annars á þetta hótel. Hótelið er 4 stjörnu hótel og er staðsett rétt hjá aðal verslunargötunni og amerísku ströndinni. Ekki náðist á hótelstjórann við vinnslu þessarar fréttar.

Mynd/skjáskot. Tenerife tips.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -