Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Flæði meg­in­ein­kenni þess að lifa ham­ingju­ríku, ár­ang­urs­ríku og merk­ing­ar­bæru lífi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í störf­um okk­ar beggja, sem leiðbein­end­ur í skóla og í íþrótt­a­starfi, þá hef­ur flæðis­kenn­ing Csikszent­mi­halyis reynst okk­ur mik­il­væg því grunn­skiln­ing­ur á for­send­um kenn­ing­ar­inn­ar hef­ur gert okk­ur kleift að hjálpa ein­stak­ling­um að byggja upp færni með því að not­ast við viðeig­andi áskor­an­ir, sem hafa hjálpað til að byggja upp innri áhuga­hvöt og þrauseigju ein­stak­linga við að sigr­ast á áskor­un­um og taka fram­förum. Flæðis­kenn­ing Csikszent­mi­halyis er þannig mik­il­væg fyr­ir ár­ang­ur og vellíðan, sem nýt­ist okk­ur öll­um í námi, starfi og einka­lífi.“

Viðar Hall­dórs­son og Her­mund­ur Sig­munds­son fjalla um ungverska – bandaríska fræðimann­inn og sál­fræðing­inn Mihaly Csikszent­mi­halyi sem hafði mik­il áhrif með kenn­ing­um sín­um um flæði. Hann lést í lok liðins árs.

Hvað ein­kenn­ir okk­ur þegar okk­ur líður vel, þegar við erum í stuði, þegar við ger­um góða hluti, og þegar allt geng­ur ein­hvern veg­inn upp? Á slík­um stund­um þá erum við að upp­lifa það sem ung­versk-banda­ríski sál­fræðing­ur­inn Mihaly Csikszent­mi­halyi kallaði flæði (e. flow).

Flæðis­kenn­ing Csikszent­mi­halyis hef­ur haft mik­il áhrif síðustu ára­tug­ina á hug­mynd­ir okk­ar um vellíðan, sem og nám, færniþjálf­un og ár­ang­ur. Fræðileg­ar til­vitn­an­ir í verk Csikszent­mi­halyis, (þ.e. í hvað mörg­um vís­inda­grein­um hef­ur verið vitnað í verk hans) eru komn­ar yfir 155.000, og virðist ekk­ert lát vera á að leitað sé í verk hans, sem end­ur­spegl­ar styrk og áhrif kenn­ing­ar­inn­ar í fræðunum.

Flæðis­kenn­ing Csikszent­mi­halyis hef­ur jafn­framt verið nýtt af þjóðarleiðtog­um, stjórn­end­um, kenn­ur­um og þjálf­ur­um víða um heim og hef­ur Csikszent­mi­halyi jafn­an verið nefnd­ur sem faðir já­kvæðrar sál­fræði.

- Auglýsing -

Flæði

Eitt meg­in­ein­kenni þess að lifa ham­ingju­ríku, ár­ang­urs­ríku og merk­ing­ar­bæru lífi er þegar ein­stak­ling­ar upp­lifa það sem Csikszent­mi­halyi kallaði flæði. Flest þekkj­um við vel hversu gam­an það er að sigr­ast á verðugri áskor­un þar sem innri gleðin sem maður upp­lif­ir eft­ir að hafa lagt mikla vinnu og atorku í verk­efni er oft ólýs­an­leg. Það að ná að stand­ast áskor­un í ein­hverju sem krefst þess besta frá okk­ur og að skila vel heppnuðu verki veit­ir ein­stak­ling­um innri vellíðan. Þess­ir þætt­ir tengj­ast hug­mynd­um Aristoteles­ar um að hver ein­stak­ling­ur óski fyrst og fremst eft­ir því að rækta mögu­leika sína og í gegn­um at­hafn­ir sín­ar geti hann sýnt getu sína til að fram­kvæma. Nám er að þessu leyti já­kvæð og upp­byggi­leg leit í því að nýta mögu­leika okk­ar.

Flæði hef­ur já­kvæð áhrif á bæði sköp­un, fram­leiðni og vellíðan. Flæðis­kenn­ing Csikszent­mi­halyis bygg­ir í grunn­inn á því að þegar áskor­an­ir sem ein­stak­ling­ar standa frammi fyr­ir eru í sam­svari við færni þeirra (e. acti­on capacity) þá eru for­send­ur fyr­ir því að þeir geti upp­lifað flæði.

- Auglýsing -

Bestu augna­blik lífs okk­ar eiga sér vana­lega ekki stað þegar við erum í ein­hvers kon­ar af­slöpp­un… Bestu augna­blik­in eiga sér stað þegar það virki­lega reyn­ir á hug okk­ar og lík­ama þar sem við leggj­um okk­ur að öllu afli fram við að sigr­ast á ein­hverju sem er okk­ur verðugt og erfitt (Csikszent­mi­halyi, 2002, bls. 3).

Innri áhugahvöt einstaklings

Mik­il­væg­ur hluti kenn­ing­arin­ar snýr að innri áhuga­hvöt ein­stak­ings­ins (e. intr­insic moti­vati­on). Innri áhuga­hvöt ein­stak­linga er lyk­ill þeirra að frek­ari ástund­un, ein­beit­ingu og skuld­bind­ingu þeirra að verk­efn­um og get­ur þannig kveikt elda hjá ein­stak­ling­um sem knýr þá áfram til að leggja sig fram við verk­efni af heil­um hug, og standa af sér alls kyns mót­læti á leiðinni. Ef jafn­vægi næst á milli færni og áskor­un­ar þá mynd­ast kjöraðstæður fyr­ir efl­ingu innri áhuga­hvat­ar fyr­ir at­hæf­inu sem um ræðir. Þetta hafa fram­leiðend­ur tölvu­leikja til að mynda nýtt sér með því að hafa leik­ina frek­ar ein­falda í byrj­un en gera spil­un þeirra svo sí­fellt meira krefj­andi eft­ir því sem færni og geta þeirra sem spila leik­ina eykst með auk­inni spil­un. Þannig leit­ast tölvu­leikja­fram­leiðend­ur alltaf eft­ir því að halda þessu jafn­vægi á milli færni og áskor­un­ar, í þeim til­gangi að auka áhuga not­enda og skuld­bind­ingu gagn­vart spil­un leikj­anna.

Já­kvæð styrk­ing til fólks sem tekst á við krefj­andi verk­efni hef­ur einnig verið tal­in mik­il­væg í þessu sam­hengi. Já­kvæð og mark­viss end­ur­gjöf styrk­ir fer­il­inn að mark­miðinu með því að styrkja net af tauga­frum­um sem notuð eru í verk­efn­inu (dópa­mín styrk­ir sam­band milli tauga­frumna) og hef­ur þannig mik­il áhrif á nám og færniþróun. Já­kvæð styrk­ing er einnig mik­il­væg­ur þátt­ur í að styrkja og efla áhuga­hvöt, sjálfs­mynd og hug­ar­far grósku (e. growth mind­set). Sum­ir muna allt sitt líf þá já­kvæðu styrk­ingu sem þeir fengu frá for­eldr­um, kenn­ur­um eða öðrum sem létu sér annt um vel­ferð þeirra og veg­ferð.

Aft­ur á móti ef ein­stak­ling­ur er með tak­markaða færni á ákveðnu sviði en þarf að tak­ast á við of stór­ar áskor­an­ir, sem hann tel­ur sig ekki ráða við, þá upp­lif­ir ein­stak­ling­ur­inn kvíða. Á hinn bóg­inn, ef ein­stak­ling­ur er með mikla færni á ákveðnu sviði en þarf að tak­ast á við litl­ar áskor­an­ir, sem reyna ekki á færni hans, þá upp­lif­ir ein­stak­ling­ur­inn leiða. Fyr­ir ein­stak­ling­inn að upp­lifa flæði velt­ur því á að hann fái rétt­ar áskor­an­ir miðað við þá færni sem hann býr yfir hverju sinni, ásamt já­kvæðri styrk­ingu. Ef jafn­vægi næst á milli færni og áskor­un­ar í þeim verk­efn­um sem ein­stak­ling­ur­inn tek­ur sér fyr­ir hend­ur þá mót­ast og styrk­ist sá grund­völl­ur sem hann hef­ur til að læra og bæta sig. Í ein­földu máli þá má skýra flæðis­kenn­ing­una á þann hátt að ef það eru gerðar of litl­ar kröf­ur til fólks (miðað við færni) þá leiðist því, en ef kröf­urn­ar eru of mikl­ar (miðað við færni) þá fyll­ist það kvíða. Flæði á sér stað á bil­inu á milli leiða og kvíða. Þegar jafn­vægi næst á milli áskor­un­ar og færni ein­stak­lings í ákveðnu at­hæfi, þá þarf ein­stak­ling­ur­inn að leggja sig all­an fram og ná að ein­beita sér að verk­efn­inu. Flæði ein­kenn­ist þannig af því að vera í stuði, finna til sín, og gleyma stund og stað við lausn fjöl­breyttra verk­efna.

Áhrif kenn­ing­ar­inn­ar og arf­leið 

Kenn­ing Csikszent­mi­halyis er und­ir­staða fyr­ir skiln­ing okk­ar á al­menn­um for­send­um ham­ingju­ríks lífs, sem og upp­eld­is, kennslu og þjálf­un­ar á ólík­um sviðum. Kenn­ing­in varp­ar jafn­framt ljósi á hvernig af­burða upp­al­end­ur, eins og for­eld­ar, kenn­ar­ar og þjálf­ar­ar, veita ein­stak­ling­um rétt­ar áskor­an­ir til að vinna eft­ir og já­kvæða og mark­vissa end­ur­gjöf sem styðja og hvetja til frek­ari fram­fara. Skiln­ing­ur okk­ar á lyk­il­atriðum flæðis­kenn­ing­ar­inn­ar er því mik­il­væg­ur til að finna út hvaða áskor­an­ir hver ein­stak­ling­ur þarf hverju sinni.

Um höfundana:

Her­mund­ur Sig­munds­son er pró­fess­or við Norska tækni- og vís­inda­há­skól­ann í Þránd­heimi og við Mennt­un og hug­ar­far rann­sókna­set­ur við Há­skóla Íslands.

Viðar Hall­dórs­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands.

 

Heimild:

Viðar Hall­dórs­son og Her­mund­ur Sig­munds­son. 2022, 12.janúar. Mihaly Csikszent­mi­halyi áhrifamikill fræðimaður. Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -