Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Flak Glitfaxa er fundið! „Það á bara að virða vota gröf, þetta er ekki flókið mál“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kafari nokkur er búinn að finna flak Glitfaxa sem fórst í slæmu veðri þann 31. janúar 1951 en 20 manns lést í slysinu, 17 farþegar og 3 áhafnarmeðlimir.

Mannlíf fékk ábendingu um kafara sem sagður var hafa kafað niður að flaki Glitfaxa fyrir allmörgum árum. Mannlíf ræddi við umræddan kafara en hann vildi ekki koma fram undir nafni. „Þannig er mál með vexti að faðir stjúpmömmu minnar og bróðir hans voru meðal farþega. Og ég fór á staðinn gagngert til að vera 100 prósent viss um að þetta væri staðurinn. Og ég get staðfest það að á ákveðnum stað hér í Faxaflóanum er þessi flugvél. En þetta er auðvitað helgur grafreitur.“

Er blaðamaður Mannlífs benti honum á að grafarhelgin rynni út eftir þrjú ár, svaraði hann: „Þá verður það vonandi framlengt, því það á ekki að hreyfa við svona votum gröfum, aldrei.“

Hvað varðar aðra ættingja þeirra er létust í slysinu sem mögulega myndu vilja fá að grafa líkamsleifarnar í jörðu, hafði kafarinn þetta að segja: „Þetta er vot gröf og helgur grafreitur og það er ekkert á svæðinu. Það er málið. Og ég ætla bara að vona að hún stjúpmóðir mín, sem er enn þá á lífi og verður föðurlaus ung að árum, þurfi ekki að upplifa það að einhverjir kjánar séu að hræra í þessu. Það á bara að virða vota gröf, þetta er ekki flókið mál.“

Þessi frétt er partur af fréttaskýringu Mannlíf um Glitfaxaslysið sem í áratugi hefur verið eitt dularfyllsta samgönguslys Íslandssögunnar. Alla fréttaskýringuna, sem og nýjasta tölublað Mannlífs, má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -