Laugardagur 20. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Flokkur fólksins stendur stoltur við bakið á Tómasi: „Í dag er hann dáinn, sjáið þið til.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flokkur fólksins stendur þétt við bakið á Tómasi A. Tómassyni eftir að skilaboð Tómasar til kunningja síns árið 2014 komst í hámæli í dag.

Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland var í símaviðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagði alla í flokknum beri saman um að það komi akkurat engum við hjá hverjum Tómas sængaði í Taílandi fyrir átta árum síðan. Stendur flokkurinn stoltur við bak Tómasar að hennar sögn enda neiti hann að um vændiskaup hafi verið að ræða.

„Þetta er persónulegt mál og ég er í raun bara steinhissa á að þetta sé komið á þetta flug,“ sagði Inga sem tók sér pásu á Reykjalundi til að ræða við útvarpið en hún er nú í veikindaleyfi frá Alþingi.

Skilaboðin sem Tómas sendi kunningja sínum eru eftirfarandi:

„Ein dásamleg 26 ára ca. 45 kg var að yfirgefa herbergið smokklaust. En byrjaði á nuddkonunni fyrr í dag, kvöldið er ungt, 20.21.“. Síðar í skilaboðunum segir Tómas ætla að „taka“ eina fyrir kunningja sinn.

„Á sama tíma og við höfum óbeit á þessu orðbragði, sem hefur flogið um samfélagið sem eldur um akur, milli tveggja vina fyrir átta árum síðan, vil ég segja að okkur ber öllum saman um það að hjá hverjum Tómas A Tómasson, kallaður Tommi, sængaði í Taílandi fyrir átta árum, að það komi okkur akkurat ekkert við. Ekki frekar en það komi nokkrum öðrum við,“ sagði Inga um málið.

- Auglýsing -

Kunninginn sem birti skilaboðin á Facebook um daginn er nú látinn. Þegar Inga er spurð hvort henni finnist málið ekki eiga erindi við almenning svarar Inga: „Nei, það finnst mér ekki. Sér í lagi þegar þetta er í kringum mjög sorglegan atburð sem ég vil helst ekki fara í kringum hér því þið töluðuð bara um annan, þeir eru tveir og þeir voru vinir. Og annar þeirra átti mjög bágt einmitt á þessum tíma sem hann birti þetta samtal sem átti sér stað fyrir átta árum. Hann sá eftir því og tók það niður. En í dag er hann dáinn, sjáið þið til.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -