Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Flugdólgur í vél Icelandair: „Hann byrjaði að góla eins og kona“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Minn flugdólgur sat tveim sætaröðum fyrir aftan mig. Fyrst hélt ég að hann væri kona þvi hann byrjaði góla eins og kona. Svo heyrði ég að þetta var maður og hljómaði eins og eldri maður því hann var alltaf að tala um þetta væri skattpeningarnir sínir,“ segir Bjarni Ákason á færslu á Facebook undir yfirskriftinni Flugdólgar og löggan.

Hann og Eva Dögg M Sigurgeirsdóttir, eiginkona hans, áttu flug heim í gærkveldi, frá Kaupamannahöfn með vél Icelandair.

„Flugdólgar eru klárlega vanmetnir eftir á að hyggja,“ segir Bjarni

„Hörku yfirlýsingar sem komu í kjölfarið og alltaf var hann að öskra: „Lendiði helvítis vélinni“,“ segir Bjarni í færslunni og útskýrir að ungur flugþjón hafi verið settur við hlið dólgsins, sem hafi staðið sig með prýði við að ná tökum á aðstæðum, róa manninn og halda ró hans.

„ … meir að segja þegar hann vildi fá viskey eftir lendingu og vildi fá leigubíl upp að vél,“ lýsir Bjarni og segir dólginn hafa verið búin að æla.

Lögreglan mætti um borð og sótti manninn. Bjarni hjó þá eftir því að flugdólgurinn var ungur fíkill.

- Auglýsing -

„Þegar við löbbuðum út þá var minn maður laus án farangurs og var að spyrja til vegar. Ég vildi taka mynd af mér og dólgnum og skutla honum heim því hann var klárlega í vandræðum,“ segir Bjarni sem bar hugleiðingar sínar undir Evu.

„En konan tók það ekki í mál og sagði að ég væri fáviti,“ bætir Bjarni við í lokin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -