Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Frambjóðandi Röskvu reyndist ókjörgengur: „Mis­tök hafa átt sér stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppnám er í stúdentaráðskosningum Háskóla Íslands en komið hefur í ljós að frambjóðandi Röskvu til Háskólaráðs er ekki kjörgengur.

Frambjóðandinn er Rakel Anna Boulter en hún er sitjandi forseti stúdentaráðs. Arent Orri J. Claessen, formaður Vöku, staðfesti í samtali við mbl.is að Vaka hafi sent kjörstjórn erindi um að Rakel Anna væri ekki kjörgeng.

Mikael Berg Steingrímsson, formaður kjörstjórnar staðfesti svo við mbl.is að erindi hefði borist þeim. „Kjör­stjórn hef­ur borist er­indi frá ann­arri fylk­ing­unni,“ seg­ir Mika­el og bæt­ti við að kjör­stjórn sé með málið til skoðunar.

Komið hefur í ljós að Rakel er ekki skráð til náms í Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári en aðeins þeir sem hafa verið skráðir til náms á skólaárinu eru kjörgengir.

Fram kemur í frétt mbl.is að í minnisblaði sem Vaka sendi kjörstjórn, komi fram að á framboði til háskólaráðs skuli vera framboðslistar sem samanstanda af fjórum frambjóðendum. Heldur Vaka því fram að í ljósi þess að einn frambjóðandi er ókjörgengur, hljóti allur framboðslisti Röskvu að vera ókjörgengur. Ástæðan sé sú að einungis þrír frambjóðendur eru til framboðs, ekki fjórir eins og kveðið er á um í samþykktum.

„Auk­in­held­ur, hljóta áhrif­in að vera þau að list­inn sem slík­ur telj­ist ókjörgeng­ur, þar sem hann upp­fyll­ir ekki skil­yrði samþykkt­anna til kjörgeng­is, jafn­vel þó þrír fram­bjóðend­ur njóti kjörgeng­is, enda er þá ekki um fram­boðslista með fjór­um fram­bjóðend­um að ræða, sbr. áður­nefnd­um c.-liðar 31. gr. samþykkt­anna,“ seg­ir í minn­is­blaði Vöku sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um.

- Auglýsing -

Mbl.is barst tilkynning frá Rösku þar sem talað er um að mistök hafi átt sér stað.

„Um til­nefn­ing­ar SHÍ til há­skólaráðs HÍ gilda ákvæði IX. kafla laga SHÍ, sem aðgengi­leg eru á heimasíðu ráðsins. Þar kem­ur fram, í b-lið 31. gr., að kjörgengi til há­skólaráðs hafi all­ir sem skráðir hafa verið til náms við Há­skóla Íslands á yf­ir­stand­andi skóla­ári. Rakel Anna Boulter hef­ur ekki verið skráður nem­andi við Há­skóla Íslands síðan á vorönn 2023 og er því ekki kjörgeng til þess­ara kosn­inga. Mis­tök hafa átt sér stað þar sem þessi brest­ur kjörgeng­is var eng­um ljós fyrr en á öðrum degi kosn­inga, 21. mars 2024,“ seg­ir meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá Röskvu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -