Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Friðrik hvarf í Paragvæ – Margt bendir til þess að hvarfið hafi orðið með saknæmum hætti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Friðrik Kristjánsson var fæddur þann 21.janúar árið 1983. Hann hvarf sporlaust í Paragvæ snemma árs 2013.

Friðrik var góður námsmaður, vinur vina sinna og efnilegur knattspyrnumaður. Hann leyddist þó út í neyslu fíkniefna. Stuttu fyrir hvarfið hafði hann náð edrútíma en síðan fallið.

Þann 27.mars árið 2013 sagði Friðrik vini sínum að hann væri staddur í Hollandi en ætlaði sér að ferðast til Paragvæ. Vinur hans skynjaði ekki að Friðrik væri í nokkurskonar vandræðum eða hættu.

Fjórum dögum síðar reynir Friðirk að hringja í fyrrverandi kærustu sína sem var við nám í Kína. Henni fannst undarlegt að hann væri að reyna að hafa samband enda höfðu þau ekki verið í samskiptum lengi. Alls reyndi hann þrisvar að hringja í hana en hún svaraði ekki. Þetta var það síðasta sem heyrðist frá Friðriki.

„Enn hefur ekkert spurst til Íslendings sem leitað er að í Suður-Ameríku. Ís- lendingurinn heitir Friðrik Kristjánsson og er þrjátíu ára. Hans hefur verið leitað frá því í byrjun apríl en fyrst voru fluttar fréttir af málinu hér á landi í kring- um 10. apríl. Óttast er um afdrif Friðriks en lögregla verst allra frétta af málinu sem og fjölskylda hans. Íslensk lögregluyfirvöld hafa ekki sent neina fulltrúa frá sér út til þess að leita hans,“ segir í DV þann 8.maí árið 2013.

Leit að Friðriki bar engan árangur. Ekkert fréttist meira fyrr en þann 30.júlí 2013 en þá birtist grein í Fréttablaðinu:

- Auglýsing -

Lögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingumum ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist.
„Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann.Fram hefur komið í fjölmiðlum að lögreglu hefðu borist óstaðfestar upplýsingar um að Friðriki hefði verið ráðinn bani á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku. Upphaflega lét lögregla grennslast fyrir um Friðrik í Paragvæ. Íslensk yfirvöld eru enn í samstarfi við erlenda lögreglu vegna málsins, að sögn Friðriks Smára, aðallega þá brasilísku,“

Umfjallanir um málið benda til þess að hvarf Friðiriks hafi orðið með saknæmum hætti. Margir telja fíkniefnaneyslu tengjast málinu. Hann hefur ekki verið úrskurðaður látinn og er lýst eftir honum á vef Interpol. Friðriks er enn saknað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -