Nokkuð hefur farið fyrir auglýsingum á nýju trendi innan jógaheimsins. Er þar kynnt til leiks nýja stellingu sem talin er vera allra meina bót. Má gera því skóna að stellingin hafi marga heilsusamlega ávinninga jafnt fyrir þann sem hana stundar sem og fyrir fólkið í nærumhverfinu. Auglýsingar hafa birst víða á samfélagsmiðlum og á ljósstaurum í Borginni.
Ekki er vitað hver stendur að baki gerð auglýsingarinnar en á henni er teikning af stellingunni og fyrir meðan eru greinargóðar leiðbeiningar, bæði á íslensku og ensku. Undir yfirskriftinni, Frítt jóga, er ritað: „Beygðu þig rólega niður og taktu upp skítinn eftir hundinn þinn“

Ekki er vitað hversu margir hafa tileinkað sér þetta nýja trend en Mannlíf skorar á alla að tileinka sér þessa heilsubót.