Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Furðulegt dýr lenti í Hveragerði – Húsdýragarðurinn neitaði að taka við því

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haftyrðill sem fannst í Hveragerði vakti mikla athygli á Facebook í gær. Haftyrðill er einn af minnstu sjófuglunu og minnir á álku. Hann er þybbinn, hálsstuttur og afar kubbslegur í útliti. Haftyrðillinn flýgur með hröðum vængjatökum og er ekki ósvipaður lunda á flugi.

Fuglinn í höndum bjargvættar

Haftyrðillinn hafði villst af leið og endað í Hveragerði þar sem íbúi kom honum til bjargar. Íbúinn skrifaði Facebook-færslu um atvikið og sagði frá samskiptum sínum við Húsdýragarðinn. Þar sagði hún garðinn ekki viljað taka við fuglinum þar sem að hann var hinum megin við Hellisheiði. Þakkaði hún garðinum kærlega fyrir ekki neitt.

Facebook-færslan vakti mikla athygli í gær og dýravinir gáfu ráð

Í kjölfarið fékk bjargvætturinn ábendingar um hvað hún skyldi gera við fuglinn en var niðurstaðan sú að best væri að skutla honum aftur niður að sjó, til síns heima, sem var gert. Haftyrðillinn er sjalfséður við Íslandsstrendur og verpir sífellt norðar. Fuglinn verpti síðast á Íslandi árið 1995 á Grímsey.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -