Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Gísli B. Arnkelsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristniboðinn og kennarinn Gísli B. Arnkelsson lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 1. apríl. Gísli var 91. árs gamall.

Samkvæmt frétt mbl.is af andláti Gísla var hann fæddur 19. janúar árið 1933 en foreldrar hans voru Arnkell Ingimundarson og Valgerður Kr. Gunnarsdóttir, ljósmóðir. Gísli ólst upp í Grímsstaðaholti í Reykjavík og síðar í miðborginni. Átti hann fjögur systkini og eina fóstursystur.

Gísli kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Þorbjörgu Guðlaugsdóttur á gamlársdag árið 1954. Hjónin eignuðust sex börn, þau Guðlaug, fæddan 1956, Valgerður Arndís, fædda 1958, Bjarna, fæddan 1961, Karl Jónas, fæddan 1963, Kristbjörgu Kríu, fædda 1966 og Kamillu Hildi, fædda 1969. Þá eru barnabörnin 17 og barnabarnabörnin 27.

Gísli stundaði nám í Miðbæjarskóla og Austurbæjarstkóla útskrifaðist úr Gagnfræðiskóla Austurbæjar árið 1950. Þá lauk hann kennaranámi fjórum árum síðan en árið 1961 fór hann með fjölskyldu sinni í nám við Kristniboðaskóla norska lúth­erska kristni­boðssam­bands­ins (NLM) á Fjell­haug í Osló til und­ir­bún­ings fyr­ir kristni­boðsstörf í Eþíóp­íu.

Gísli kenndi við Ísaks­skóla 1954-1955 að því er fram kemur í frétt mbl.is, sem og í Mela­skóla 1955-1959. Gísli starfaði sem kristni­boði í Kon­só í Eþíóp­íu 1961-1972, með árs­hléi 1966. Árin 1972-76 vann hann á aðalskrif­stofu Kristni­boðssam­bands­ins og KFUM & K sem þá var rek­in að Amt­manns­stíg 2b.

Árið 1976 hóf hann kennslu í hlutastarfi við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, samhliða hlutastarfi hjá Kristniboðssambandinu en frá 1985 og þar til hann fór á eftirlaun, kenndi hann við skólann í fullu starfi.

- Auglýsing -

Útför Gísla fer fram frá Nes­kirkju mánu­dag­inn 15. apríl kl. 13.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -