Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Gistiheimili lætur fúkyrðin dynja á Rakel: „Ég þarf bara að skoða þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi hjá leikhópnum Vesturport og stofnandi og framkvæmdastýra samtakanna Vakandi, lenti í ansi undarlegum orðaskiptum við, að því er virðist, forsvarsmenn gistiheimilis á Tálknafirði, undir færslu sem hún birti á Facebook.

Færslan Rakelar snerist um laxeldi, en hún deildi frétt þar sem finnskur leikari lýsti yfir furðu sinni á heimildum til laxeldis hér á landi. „En það er alveg ó­skiljan­legt að ís­lenskir stjórn­mála­menn hafi opnað dyrnar fyrir norskum milljarða­mæringum og leyft þeim að koma og eyði­leggja firðina ykkar, vist­kerfið, ó­spillta náttúru og ó­spilltan laxa­stofn. Ég meina, það er svo ó­trú­legt að ég get ekki varist því að velta því fyrir mér hver sé að hagnast á þessu og hvort hér sé á ferð spilling. Því að á meðan svo rosa­lega strangar reglur eru í gildi á Ís­landi til að vernda hinar ýmsu tegundir þá eru allt í einu engar reglur til að vernda laxinn fyrir þessum erfða­breytta eldis­stofni,“ sagði hinn finnski Jasper Pääkkönen í samtali við Vísi, en hann var staddur hér á landi að vinna við gerð heimildarmyndar um Norður-Atlantshafslaxinn og þær hættur sem steðja að tegundinni.

Facebook-síða undir nafninu Gistiheimilið Bjarmaland skrifaði athugasemd við færslu Rakelar:

„Fólk á Vestfjörðum þarf líka atvinnu og uppbyggingu íslenskt fyritæki keypti 38.9 % hlut í ArticFich alltaf jafn furðulegt hvernig fólk úr 101 Reykjavík hugsar – þessi Finnski stórleikari væri með adra hugsun ef hann hefði alist upp á bóndabæ í Arnarfirði á Vestfjörðum.“

Rakel svarar gistiheimilinu og skrifar að það hljóti að mega skapa atvinnu án þess að það komi niður á lífríki jarðar.

„Þessi starfsemi skapar sárafá störf & skilar í ofanálag ósköp litlu til samfélagsins. Borga enga skatta. Sýnist ljóst að þarna er meiri hagsmunum fórnað fyrir miklu minni. Kveðja úr Dýrafirði,“ skrifar Borgar í svari við athugasemd gistiheimilisins. Fleiri svara á svipuðum nótum.

- Auglýsing -

Sá sem sér um Facebook-aðgang Gistiheimilisins Bjarmalands skrifar þá aðra athugasemd, ívið harkalegri:

„Ég held ad Rakel Garðarsdóttir ætti að gæta syn hvern hún er að drulla yfir – Jón Ívar Halldórsson faðir gogglaðu þad googlaðu svo Afa þinn sem stofnaði nauðgunarheimilið Breiðuvik. Þar sem drengjum var misþyrmt flottur afi þinn. Merkilegt þetta 101 pakk sem hefur aldrei mýgid í saltan sjó.“

Gistiheimilið lætur ekki þar við sitja og skrifar aðra athugasemd:

- Auglýsing -

„Rakel Garðarsdóttir og vesturport ætti ad líta í eigin barm áður enn þad ber lygasögu a borð fyrir Íslendinga Eg er dóttir Jóns Ívars Halldórsson skipstjóra þid eruð hálvitar Rakel Garðarsdóttir Punktur.“

Eftir þessar athugasemdir virðist fólki vera nóg um og fara sumir að velta fyrir sér undarlega fráhrindandi markaðssetningu fyrirtækisins.

„Ekki vildi ég gista á þessu orðljóta gistiheimili,“ segir Sonja til að mynda, og Guðrún skrifar:

„Ekki mun ég heldur gera það – ummæli þessar vesanlings manneskju á Bjarmalandi sýna að hún gengur ekki heil til skógar – og að reyna að sverta mannorð fólks sökum þess hvað afi þess gerði !!!!“

Rakel leggur þá sjálf orð í belg og svarar orðum þess sem skrifar fyrir tálknfirska gistiheimilið:

„Ég þekki ekki til þess afa… þú hlýtur að fara mannavillt.“

„Frábær markaðssetning hjá þér… Spurning um að nota eigin prófíl frekar til að básúna dónaskap þinn og vanstillingu á netinu í gegnum fyrirtækið þitt. Þú ert sjálfri þér og Tálknfirðingum til skammar,“ skrifar Ársæll.

Skjáskot: Facebook/Rakel Garðarsdóttir

Rakel skrifaði síðan aðra færslu þar sem hún birti skjáskot af athugasemdum gistiheimilsins.

„Get ekki annað en varað ykkur vini mína við að gista á þessu orðljóta gistihúsi…. skil ekki hvað er málið – en gvuð forði okkur frá því. ps. kom útaf umræðu um finnskan leikara og sjóeldi…. hver þessi Jón er og hver þessi afi minn veit ég ekkert um … svo bý ég í 105 svo e-jar staðreyndir komi fram,“ skrifar Rakel.

Telur eiginkonu sína hafa skrifað athugasemdirnar

Líkt og áður sagði er gistiheimilið staðsett á Tálknafirði. Skráður stjórnarformaður þess er Gísli Matthíasson. Mannlíf reyndi ítrekað að ná í gistiheimilið við vinnslu fréttarinnar, án árangurs. Blaðamaður náði hins vegar sambandi við Gísla og spurði hann út í ummælin, skrifuð í nafni fyrirtækisins.

Í fyrstu kannaðist Gísli ekki við athugasemdir sem skrifaðar hefðu verið í nafni Gistiheimilisins Bjarmalands. Hann kannaðist ekki heldur við Rakel.

Þegar blaðamaður útskýrði málið nánar sagði hann: „Ég hef eitthvað heyrt en ég er ekki búinn að sjá þetta og veit ekkert um þetta.“

Blaðamaður spurði þá hver væri með Facebook-aðgang gistiheimilisins.

„Það er konan mín sem er með það.“

Þannig að hún skrifar þessar athugasemdir?

„Já, það held ég að hljóti að vera.“

Gísli sagðist ekki hafa rætt málið við konuna sína og gat ekki gefið blaðamanni samband við hana.

„Ég þarf bara að skoða þetta. Ég vil ekki segja neitt um þetta, ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Gísli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -