Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Grafarhelgi yfir flaki Glitfaxa rennur út 2026 – Hið opinbera leitar ekki að gömlum flökum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir þrjú ár rennur grafhelgin yfir flaki Dakota-flugvélarinnar Glitfaxa sem fórst árið 1951 en allir um borð, 20 manns létu lífið. Flugvélin fannst aldrei en talið er að flakið liggi undir Flekkuvík á Vatnsleysuströnd þó nákvæm staðsetning sé á huldu.

Frá því að Glitfaxi hvarf í sjóinn fyrir 72 árum síðan hafa ættingjar og vinir þeirra sem fórust vonast til þess að flakið fyndist svo hægt væri að jarða líkamsleifar þeirra sem létust í slysinu þegar grafarhelginni verður aflétt árið 2026.

Barnabarn eins þeirra er lést í slysinu sagði í samtali við Mannlíf að fjölskyldunni hafi alltaf þótt það frekar undarlegt að flugvélin hafi aldrei fundist, sérstaklega ekki eftir að tækninni fleytti fram við leit á hafsvæðum. „Ef hægt væri að staðsetja flakið nákvæmlega gætum við að minnsta kosti sett blómakransa í sjóinn þar sem það væri.“ Ástæðan fyrir því að flugvélin hafi ekki enn fundist er þó einföld. Það hefur ekki verið leitað að henni síðan 1951.

Þau sem fórust með Glitfaxa.
Þorsteinn lést einnig með Glitfaxa sem og 5 mánaða gamall Bjarni, sonur Maríu Hjartardóttur

Mannlíf hafði samband starfsmann Rannsóknarnefndar samgönguslysa og spurði hann út í leit að flaki Glitfaxa. Tjáði hann blaðamanni að það hafi ekki verið neinar flugslysarannsóknar á þeim tíma sem slysið varð og í raun hafi Rannsóknarnefnd flugslysa ekki verið stofnuð fyrr en árið 1996. „Það voru einstaka rannsóknir framkvæmdar af flugmálastjórn fyrir þann tíma og ég get í raun ekkert sagt þér um þær rannsóknir. Það eina sem ég get sagt þér er að það er ekkert í gangi hjá okkur og hefur ekki verið í sambandi við gömul slys.“

Eins og áður hefur komið fram verður grafhelginni yfir flakinu aflétt eftir aðeins þrjú ár eða árið 2026 en flakið mun þó að öllum líkindum liggja á botni sjávar um ókomna tíð, nema einkaaðili taki að sér að leita.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -