Gríðarlegur verðmunur á andlitsgrímum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Verðmunur á andlitsgrímum getur hlaupið á þúsundum króna þegar keypt eru fimmtíu stykki saman í pakka.

Í vefversluninni Vefsjoppan.is kosta grímurnar 2.700 kr., í Costco fást þær á 2.809 kr., Rekstrarvörur bjóða grímurnar á 4.988 kr., Lyfja selur þær á 6.950 kr. en væntanlegar eru grímur sem verða á lægra verði. Varnir.is selja grímur á 7.990 kr. og heyrst hafa enn hærri upphæðir.

Neytendur þurfa að vera á varðbergi og gera verðsamanburð því ljóst er að rúmlega 5.000 króna verðmunur getur verið á andlitsgrímum. Í þessari stuttu og óformlegu verðkönnun kom í ljós að víða eru grímurnar uppseldar og því um að gera að slá á þráðinn ef það er hægt áður en farið er í leiðangur.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira