Laugardagur 25. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Grindvíkingar standa þétt saman í sorginni: „Þetta er voðalega indæll maður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjómaðurinn frá Grindavík, sem nú er leitað að eftir að hann féll útbyrðist af fiskiskipi í Faxaflóanum á laugardaginn, er þaulvanur á sjó. Þetta segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson sem tengist manninum fjölskylduböndum.

„Þetta er voðalega indæll maður. Hann kom til mín 18 ára en ég var giftur móður hans,“ sagði Ragnar Rúnar í samtali við Mannlíf. Segir hann mikinn samhug vera í Grindavík og að bænamessan sem haldin var í Grindavíkurkirkju í gær, hafi verið full. „Það var smekkfull kirkja og mikið um faðmlög eftir messuna. Þetta var voðalega indælt.“

Sjómaðurinn, sem er tælenskur er þaulvanur á sjó að sögn Ragnars: „Hann var þrælvanur alveg en þetta er bara slys. Þetta getur komið allt í einu.“

Aðspurður um persónuleika mannsins segir Ragnar Rúnar að hann sé „Hann er voðalega indæll maður. Hann kom til mín 18 ára og var hjá mér í nokkur ár og kynntist svo íslenskri konu og á með henni þrjú börn. Þetta er mjög duglegur maður líka. Hér ríkir bara mikil sorg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -