Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.4 C
Reykjavik

Guðni ræddi skelfilega stöðu kvenna í íslenskum fangelsum: „Jafnvel fórnarlömb mansals“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jóhannesson átti fund með formanni Afstöðu.

Í gær áttu þeir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fund á Bessastöðum sem snérist um stöðu kvenna í íslenskum fangelsum en Afstaða er félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun. Í fyrra kom út tvær skýrslur frá Umboðsmanni Alþingis og Ríkisendurskoðun sem fjölluðu meðal annars um mjög slæma stöðu kvenna í íslenskum fangelsum og sagði meðal annars í annarri þeirra að aðstæður kvenna séu talsvert verri en karla á Íslandi.

Mannlíf hafði samband við Guðmund til að spyrjast fyrir um hvernig fundurinn gekk.

„Fundurinn í gær var í um klukkustund og við náðum að fara vel yfir málaflokkinn,“ sagði Guðmundur um málið. „Það kom til tals hvort forseti myndi geta náðað konur sem eru burðardýr í fangelsum og jafnvel fórnarlömb mansals vegna þess að það hefur komið svo skýrt fram í skýrslum innlendra og erlendra eftirlitsaðila ásamt Afstöðu að aðbúnaður og úrræði fyrir kvenfólk er óásættanlegt. Að mínu mati væri það rétt vegna þess að enn hefur ekki verið brugðist við þessum athugasemdum. Það flækir hins vegar málið að þrátt fyrir að forseti hafi skýra heimild í Stjórnarskrá um að náða, þá segir í annarri grein að ráðherra beri að framkvæma vald hans og því munum við taka þessa bón upp við ráðherra við fyrsta tækifæri. Mér fannst fundurinn góður og uppbyggilegur.“ Þá sagði Guðmundur að það stæði til hafa samband við alla forsetaframbjóðendur til að fá vita um þeirra afstöðu í málaflokknum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -