Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Guðný María sér fram á yndisleg jól: „Fæ tvö ömmubörn í heimsókn til að baka smákökur með mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Söngkonan og gleðigjafinn Guðný María Arnþórsdóttir er nánast búin að sigrast á krabbameininu sem hún greindist með fyrr á árinu. Ekki gekk þó vel að dæla í hana skuggaefni fyrir tölvusneiðsmyndatöku á dögunum.

Of kalt fyrir nálastungu

Í nýlegri færslu segir Guðný María frá heimsókn sinni á röntgendeild Landspítalans en þangað fór hún því lyfin sem hún tekur við krabbameininu hafa farið illa í hana. Gaf hún Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna:

„Krabbameinslyfin ráðast á alla kirtla líkama míns. Því var ég send í tölvusneiðsmyndatöku á Röntgendeildina. Það var óvenju kalt, ég illa klædd og hafði fastað eins og á að gera. Þá átti ég að drekka mikið af köldu vatni rétt fyrir myndatökuna.

Guðný María byrjaði strax að kvarta yfir kulda er hún kom á einum sjúkrahúsbol inn í herbergið. Starfsfólkið heyrði ekki orð mín og byrjaði strax að undirbúa að setja upp æðalegg eða nálastungu í handlegginn, þar sem átti að dæla inn skuggaefninu. Þau stungu fjórum sinnum í mig, þar sem ég skalf af kulda og skemmdu bara æðar mínar.
Þær dragast eðlilega saman við kulda, það var meira en þetta fólk áttaði sig á. Þá var mér sagt að þau ætluðu að fá starfsfólk af svæfingadeildinni til að hjálpa þeim að ná úr mér blóði.
Þá stóð hún Guðný María þin upp og fór heim í heita sturtu.
það er skrítið þegar starfsfólk spítala veit ekkert um líkamann, og hlusta ekki á sjúklinginn sem lifir í honum,
en það er góð tilfinning að standa með mér sjálfri.❤ þótt engin mynd væri tekin að þessu sinni.“

Yndisleg jól framundan

Í samtali við Mannlíf sagðist Guðný María vera komin í mikið jólastuð enda mun hún fá ömmubörnin í heimsókn í fyrsta sinn:

„Ég er nánast búin að snúa þennan krabba niður og er komin í mikið jólastuð. Fyrstu alvöru jólin okkar allra eftir covid og ég fæ tvö ömmubörn í heimsókn til að baka smákökur með mér, sem yndislegt. Það hefur aldrei gerst áður og jólaskrautið er komið upp úr geymslunni hjá henni Guðnýju Maríu. Ég er búin í kaupa eina jólagjöf fyrir ömmudreng fyrir norðan,“ sagði söngfuglinn skemmtilegi og bætti við: „Með aðventukveðjum til ykkar allra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -