Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Gunnar bæjarstjóri varaður við Hjalteyrarhjónunum – Héldu áfram að gæta barna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir niðurstöðu úttektar á starfsemi leikskóla í Garðabæ, sem Hjalteyrarhjónin ráku, telur Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar ekki þörf á frekari rannsókn málsins. Skýrslan sem ráðgjafafyrirtækið EAÞ gerði, er nú opinber.  Ákveðið að hefja úttekt á leikskólanum, sem hjónin Beverly og Einar Gíslason ráku, í kjölfar lýsinga barna sem höfðu dvalið hjá hjónunum á Hjalteyri.

„Megin niðurstaðan er að foreldrar hafa upplifað dvölina jákvæða en það eru þarna nokkrir sem hafa ekki upplifað góða framkomu við börnin og  þegar slíkt er er það einu tilviki of mikið,“ sagði Einar í kvöldfréttum stöðvar tvö í gær. Í úttektinni kemur meðal annars fram að daggæsluráðgjafi hafi fengið símtal frá manni árið 2007 eða 2008. Maðurinn var sem barn á Hjalteyri og varaði við hjónunum í símtalinu. Bæjarstjóri og hjónin voru upplýst um símtalið en héldu áfram að gæta barna að öllu óbreyttu. Auk þess hafi þrír foreldrar lýst því yfir í úttektinni að þau hafi slæma reynslu af hjónunum. Einn þeirra telur að barni sínu hafi verið byrlað ólyfjan svo það svæfi allan daginn. Þá hafa börn á Hjalteyri sagt frá sömu upplifun.

Starfsmaður sem starfaði fyrir hjónin í stuttan tíma segist hafa upplifað óþægilegt og skrítið andrúmsloft. Segir hann hjónin hafa bundið barn niður í matarstól og Einar læst sig inni á salerni með barninu í tíu mínútur. Lýsir starfsmaðurinn upplifun sinni sem undarlegum sértrúarsöfnuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -