Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hagstofa Íslands ofmat Íslendinga og gerði mistök: „Unnið hefur verið að endurbættum aðferðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hagstofa Íslands viðurkennir mistök.

Í tilkynningu frá Hagstofu Íslands er greint frá því að næstu mannfjöldatölur sem gefnar verða út verði byggðar á endurbættri aðferð en unnið hefur verið að endurbótum á talningu landsmanna eftir að Hagstofan hafði ofmetið fjölda íbúa um tíu þúsund manns. Stefnt er að því að nýjar tölur kom út um mitt 2024.

„Hagstofan Íslands mun gefa út mannfjöldatölur byggðar á endurbættri aðferð í mars 2024 þar sem viðmiðunartíminn er 1. janúar 2024. Samtímis verður gefin út endurskoðuð tímaröð aftur til ársins 2011. Hingað til hafa tölur um íbúafjölda verið byggðar á skráningu lögheimils í þjóðskrá en með endurbættri aðferð er búseta metin út frá breiðari grunni opinberra skráa.

Unnið hefur verið að endurbættum aðferðum í kjölfar manntals Hagstofunnar frá 1. janúar 2021 sem sýndi að fjöldi landsmanna var ofmetinn um 10 þúsund í hagtölum um mannfjölda.

Vegna endurskoðunar á aðferð við mat mannfjölda á Íslandi munu tölur frá fjórða ársfjórðungi 2023 ekki koma út í janúar eins og undanfarin ár. Stefnt er að því að ársfjórðungstölur mannfjöldans fyrir fjórða ársfjórðung 2023 og fyrsta ársfjórðung 2024 verði birtar um mitt ár 2024 samhliða birtingu á tímaröð ársfjórðungstalna frá árinu 2011 og verði þar eftir birtar reglulega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -