Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Halla Hrund með lang mesta fylgið – Lítill munur á Katrínu og Baldri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Hrun Logadóttir er með höfuð og herðar yfir aðra forsetaframbjóðendur, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Alls myndu 36 prósent kjósa Höllu Hrund ef gengið yrði til kosninga í dag, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Hefur hún aldrei mælst með svo mikið fylgi áður.

Næst mesta fylgið hefur Katrín Jakobsdóttir samkvæmt Gallup en hún mælist með 23 prósenta fylgi. Baldur Þórhallsson fylgir fast á hæla Katrínar með 19 prósent fylgi.

Í fjórða sæti könnunarinnar er Jón Gnarr með ríflega tíu prósenta fylgi en það er næst minnsta fylgi sem hann hefur mælst með.

Allir aðrir frambjóðendur mælast innan við tíu prósenta fylgi en Halla Tómasdóttir fengi fjögur prósent atkvæða. Þá fengi Arnar Þór Jónsson þrjú prósent og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tvö prósent.

Aðrir frambjóðendur næðu ekki eins prósents fylgi.

- Auglýsing -

RÚV sagði frá niðurstöðum Gallup.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -