Þriðjudagur 7. maí, 2024
2.1 C
Reykjavik

Haraldur er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haraldur Júlísson, netgerðamaður og knattspyrnumaður, er látinn 76 ára að aldri. Mbl.is greinir frá.

Haraldur var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og óhætt að segja að hann hafi sett mark sitt á bæjarfélagið á lífsleiðinni. Haraldur var einn færasti netagerðarmaður landsins og starfaði með föður sínum til að byrja með en rak svo netaverkstæði ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum síðar.

Ásamt því var Haraldur einn af bestu knattspyrnumönnum Íslands en hann varð tvívegis bikarmeistari með ÍBV, árin 1968 og 1972, og skoraði 31 mörk í 91 leik fyrir félagið í efstu deild karla. Hann fékk snemma viðurnefnið „gullskalli“ en hann þótti einn af bestu skallamönnum landsins á þeim tíma. Þá var Haraldur margfaldur Vestmanneyjameistari í golfi.

Haraldur lætur eftir sig konu, þrjú börn og sjö barnabörn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -