Miðvikudagur 10. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Harmleikurinn á Suðurgötu: Sigurður myrti eiginkonu sína og börnin þrjú með eitri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 26 febrúar árið 1953 gerðist sá hryllilegi atburður í Reykjavík, að lyfjafræðingurinn Sigurður Magnússon, myrti konu sína og börn þeirra þrjú og tók svo sitt eigið líf með eitri. Tengdamóðir hans sem kom að þeim öllum látnum.

Alþýðublaðið fjallaði um málið á sínum tíma en hafði eftirfarandi lýsingu eftir þáverandi sakadómara eins og það hét þá; „Í Suðurgötu 2 hér í bæ bjó Sigurður Magnússon, lyfjafræðingur, kona hans, Hulda Karen, börn þeirra 3 á aldrinum 3-6 og Ásdís, systir konunnar. Ásdís fór til vinnu sinnar kl. um 9 í morgun og var húsfreyjan þá komin á fætur og börnin að klæða sig. Þegar móðir húsfreyjunnar, sem heima á í Ytri-Njarðvík, kom í húsið kl. 12.40, var öll fjölskyldan, hjónin og börnin, dáin.“

Skyldi eftir bréf

Lögreglan og læknar mættu fljótlega á staðinn og fundu á náttborði Sigurðar „glas, merkt: Eitur og bréf hafði hann látið eftir sig til Ásdísar þar sem hann skýrir frá því að hann, sem undanfarið hefur verið meira og minna sjúkur, hafi í örvilnan náð í eitur sem hann hafi gefið þeim öllum og verði þau dáin þegar verður að þeim komið. Kveðst hann ekki geta skilið konuna og börnin eftir.“

Segir ennfremur í Alþýðublaðinu daginn eftir atburðinn, að líkin hafi legið hlið við hlið í hjónaherberginu en öll klædd, þegar móðir konunnar kom að þeim. Var talið ljóst að þau hefðu öll dáið fljótlega eftir inntöku eitursins. Ekki var vitað hverskonar eitur Sigurður hafði notað.

- Auglýsing -

Hafði glímt við veikindi

Sigurður, sem lést tæplega 35 ára, hafði greinst með heilabólgu ári fyrir voðaverkin og verið frá vinnu en var þó farinn að vinna aftur við Reykjavíkurapótek. Daginn sem hann drap alla fjölskylduna var hann í fríi en hann hafði kvartað undan verkjum í höfði undanfarna daga. Konan, Hulda Karen Larsen var 32 ára, Magnús var 6 ára, Sigríður var 4 ára og Ingibjörg 3 ára.

Hulda Karen
Magnús
Sigríður Dúa
Ingibjörg Stefanía

Reimleikar í Dillonshúsi

- Auglýsing -

Í fræðsluhorni Bændablaðsins má sjá stutta greiningu á húsum í Reykjavík sem þekkt eru fyrir reimleika. Þar kemur fram að Suðurgata 2, sem oftast er kallað Dillonshús og hýsti Sigurð og fjölskyldu þegar þau dóu, sé eitt þeirra. Húsið var á sínum tíma flutt á Árbæjarsafnið og hafa starfsmenn þar kvartað undan reimleikum sem þau hafa orðið vör við og skyldi kannski engan undra ef þar svífi um sálir þessarar ólánsömu fjölskyldu.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs þann 10. september árið 2021.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -