Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Hilmar hefur sofið í hjólastólnum og ekki verið baðaður í þrjá mánuði: „Heimahjúkrun sagði nei“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hilmar Kol­beins, 45 ára fjöl­fatlaður einstaklingur lýsir því í samtali við Fréttablaðið að hafa ekki fengið við­unandi þjónustu frá Reykja­víkur­borg svo mánuðum skiptir, sem dæmi hefur hann ekki verið baðaður frá því í byrjun febrúar.

Flóki Ás­geirs­son, lög­maður Hilmars, segir með­ferðina sem Hilmar hefur sætt af hálfu borgarinnar vera á þá leið að bregðast þurfi við. Til greina komi að leita til Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu vegna málsins. „Ég held að það sé eitt­hvað sem við hljótum að skoða að Hilmar leiti réttar síns,“ segir Flóki í sam­tali við Frétta­blaðið.

Í febrúar síðast­liðinn fékk Hilmar loks að snúa aftur heim en þá hafði hann dvalið á spítala og hjúkrunar­heimili á víxl í tæpt ár. Reykja­víkur­borg hafði boðið Hilmari bein­greiðslu­samning til að ráða inn sitt eigið starfs­fólk, sem hann gerði.

Hilmar segir heima­hjúkrun hafa neitað því og að enginn hafi viljað bera á­byrgð á þeirri þjónustu. „Ég hef ekki komist í bað síðan ég var á spítalanum sem var í byrjun febrúar. Sinnum benti á heima­hjúkrun og heima­hjúkrun sagði nei,“ segir Hilmar.

Hilmar um sárabindi á legusárum

Eftir þriggja mánaða reynslu af bein­greiðslu­samningnum var ljóst að hann dugði ekki til fyrir þjónustu Hilmars og bauðst borgin til að taka yfir samninginn og út­hluta honum þjónustu frá og með 1. maí sem hann þáði.

Á meðan Hilmar var með bein­greiðslu­samning kom ýmis­legt upp, meðal annars var ljóst frá upp­hafi að upp­hæð samningsins dygði ekki fyrir nauð­syn­legri þjónustu.

- Auglýsing -

Þá hefur heima­hjúkrun þurft að koma dag­lega til Hilmars til að skipta um sára­bindi á legu­sárum.

Sofið sitjandi í hjólastólnum

Starfs­fólk fyrir­tækisins sem Hilmar réð vildi til að mynda ekki baða hann, sagði það ekki þeirra hlut­verk og benti á heima­hjúkrun.

Frá 30. apríl síðast­liðnum hefur Hilmar sofið sitjandi í hjóla­stólnum sínum vegna skorts á þjónustu frá borginni og þá hefur hann þurft að leita á bráða­mót­töku Land­spítalans til að fá við­eig­andi að­stoð.

- Auglýsing -

Í upp­hafi vikunnar leitaði Hilmar á bráða­mót­töku til að láta tæma úr þvag­poka, hann mætti um ellefu að kvöldi til og var ekki kominn heim fyrr en um sex að morgni til.

Hilmar segir að borgin beri fyrir sig undir­mönnun og erfið­leika við ráðningar.

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -