Fimmtudagur 16. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Hlín þakklát tengdó fyrir mikinn stuðning: „Eiginlega annað sett af foreldrum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlín Jóhannesdóttir kvikmyndaframleiðandi hefur á undanförnum áratugum verið þekkt sem einn færasti framleiðandi Íslands og hefur Hlín meðal annars verið aðalframleiðandi mynda á borð við Á ferð með mömmu, Svanurinn, Skjálfti og Gauragangur. Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur á seinustu Edduhátíð sem fór fram fyrr í apríl.

En að vera svo lengi í kvikmyndagerð er mikið afrek og alls ekki allir sem endast jafn lengi í bransanum og Hlín en hún þakkar fyrrverandi tengdaforeldrum sínum fyrir mikla aðstoð sem þau hafa veitt í gegnum árin. „Ég get ekki látið það vera að tala um fyrrverandi tengdaforeldra mína því þau tóku að sér það hlutverk að vera eiginlega annað sett af foreldrum, alltaf til staðar. Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað gert allt sem ég hef þó gert ef þeirra hefði ekki notið við og það á auðvitað við um baklandið og skilninginn almennt heima fyrir,“ sagði Hlín í viðtali við Vísi en hún á tvö börn sem eru fædd árið 2006 og 2009.

Byrjaði með faxtæki og filmur

Eins og áður segir hefur Hlín verið lengi að en hún fékk tækifæri hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak fyrir mörgum árum síðan en þá var hún ráðin í 50% starf til að byrja með.

„En auðvitað var þetta ekkert 50% starf. Við vorum að vinna allan sólahringinn,“ og hefur starfið breyst mikið á þeim tíma sem hefur liðið. „Þegar ég byrjaði vorum við enn að nota faxtæki þótt þau væru við það að detta út. En fyrsta áratuginn unnum við með filmur, sem var gífurlega mikill prósess og langur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -