Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hræðilegt ástand í smáhýsum: „Það var svo kalt að það kom bara gufa út úr mér þegar ég andaði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef maður biður um einhverjar úrbætur, það er bara jánkað og það er ekkert gert,“ sagði Pétur Geir Óskarsson í samtali við Stöð tvö í gærkvöldi. Óskar býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar úti á Granda og segir hann veturinn hafa verið mjög erfiðan.

„Það er náttúrulega búið að vera kaldasti vetur síðan 1918 og ég þakka bara Guði fyrir að ég er með þessa rafmagnsofna, því annars gæti ég ekki verið hérna. Áður en ég fékk ofnana þá vaknaði ég bara þrjú um nótt og það var svo kalt að það kom bara gufa út úr mér þegar ég andaði. Það var svo kalt hérna inni,“ sagði Pétur en dæmi eru um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum vegna þess að annað fólk, sem á ekki í nein hús að vernda, ryðjist inn á þá.

Pétur ákvað að mótmæla ástandinu með því að borga ekki leigu í  rúmt ár en fékk hann þá hótanir um útburð. Það stendur þó ekki lengur til. Þá kemur fram í fréttinni að Reykjavíkurborg rukki íbúa um tæpar áttatíu og sjö þúsund krónur fyrir húsaleigu mánaðarlega, auk tíu þúsund króna húsgjald. Sveigjanleikann segir borgin vera meiri en almennt gengur og gerist. „Þar sem íbúar smáhýsa hafa glímt við heimilisleysi og eiga oft við vímuefnavanda og/eða geðrænan vanda að stríða hefur sveigjanleikinn þó verið meiri en almennt gengur og gerist með félagslegt leiguhúsnæði,“ segir meðal annars í svari frá Reykjavíkurborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -