- Auglýsing -
Lögreglu barst tilkynning um eld í heimahúsi í Garðabæ í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang hafi húsráðanda tekist að ná tökum á eldinum og slökkva hann að sjálfdáðum. Auk þess kemur fram í dagbók lögreglu að ekki er talið hafa orðið mikið tjón af völdum eldsins en eitthvað tjón af völdum reyks.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna eintaklings sem lét afar ófriðlega. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands. Þá sinnti lögregla umferðareftirliti og stövaði meðal annars tvo einstaklinga, annar þeirra er grunaður um övunarakstur.