Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Illugi minnist föðurbróður síns: „Hann var mikill töffari sem sópaði að“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson minnist föðurbróður síns sem lést þann 2. júní síðastliðinn.

Jón Einar Jakobsson, föðurbróðir Illuga Jökulssonar lést á Landspítalanum þann 2. júní síðastliðinn, 86 ára að aldri. Illugi birti í gær falleg minningarorð um föðurbróður sinn á Facebook. „Jón Einar föðurbróðir minn er látinn. Þegar ég var strákur fannst mér svo merkilegt rannsóknarefni hvað hann var líkur pabba en samt ekki, hvað hann var mikill töffari sem sópaði að en brosti líka svo smitandi brosi, hláturmildur og fyndinn og svo gat hann allt í einu orðið svo hlýlegur.“ Þannig byrjar færsla Illuga.

Segist hann ekki hafa þekkt Jón Einar eins og vel og hann hefði viljað.

„Ég þekkti hann aldrei eins vel og ég hefði viljað, það er eins og það er, tíminn og vatnið, þið vitið, en nú kveð ég hann með virðingu og vináttu. Ég votta innilega samúð Guðrúnu hinni frábæru konu hans, en hún er manneskja af því tagi sem manni hlýtur alltaf að vera fölskvalaust hlýtt til. Og börnin hans eru gott fólk og allt þeirra fólk, það hefur verið honum huggun þegar kveðjustundin nálgaðist.“

Að lokum segir Illugi að börn Jóns hafi öll náð að koma til landsins frá Svíþjóð, til að kveðja föður sinn.

„Börnin þrjú voru öll saman í Svíþjóð, ríki móður sinnar, þegar hann lagðist banaleguna en þau náðu heim til að kveðja hann og sitja með honum síðustu stundirnar. Og með þeim og Guðrúnu sat einnig yfir bróður sínum Þór eldri, hinn föðurbróðir minn, þeir höfðu átt langa samleið bræðurnir frá því þeir ólust upp í Kanada fyrstu árin. Og ég votta þér líka alla mína samúð, Þór minn. Nú er ferð Jóns Einars lokið, hann skilur eftir sig stórt skarð, ég tek eftir því núna að þegar ég hugsa til hans þá er hann alltaf með sitt breiða og örlítið skelmislega bros á vör.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -