Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ingvi Rafn er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingvi Rafn Jóhannsson, rafvirkjameistari og söngvari, lést í fyrradag, 94 ára að aldri.  Ingvi Rafn fæddist á Akureyri 1. janúar 1930.

Dánartilkynning birtist á Akureyri.net en þar kemur fram að eiginkona Ingva Rafns, Sólveig Jónsdóttir, hafi látist árið 2002 en þau áttu saman átta börn. Eru þau eftirfarandi: 1) Þorbjörg, eiginmaður hennar er Ólafur Tr. Kjartansson, 2) Sólveig Sigurrós, 3) Svanfríður, eiginmaður hennar var Pétur Einarsson sem lést 2020, 4) María Björk, eiginmaður hennar er Ómar Bragi Stefánsson, 5) Katrín Elfa, 6) Eyrún Svava, eiginmaður hennar er Hólmar Erlu Svansson, 7) Jóhann Ólafur, eiginkona hans er Gunnhildur Arnarsdóttir, 8) Ingvi Rafn.

Faðir Ingva Rafns var Jóhann Ó. Haraldsson tónskáld og endurskoðandi KEA og móðir hans var Þorbjörg Stefánsdóttir. Seinni eiginkona Jóhanns og stjúpmóðir Ingva Rafns var María Kristjánsdóttir.

Árið 1951 lauk Ingvi Rafn prófi frá Iðnskólanum á Akureyri, árið 1953 lauk hann sveinsprófi í rafvirkjun og fékk meistarabréf árið 1957. Frá 1961 til 1994 rak hann sitt eigið fyrirtæki, Raftækni. Þá var hann formaður Rafvirkjafélags Akureyrar frá 1953 til 1957, formaður Rafvikjameistarafélags Akureyrar og seinna Félags rafverktaka á Norðurlandi í ein 13 ár. Einnig sat hann í stjórn LÍR í níu ár og formaður í Norðlenskum rafverktökum hf, lengi vel eftir stofnun þess árið 1982.

Fáir Íslendingar hafa starfað jafn lengi í kórum og Ingvi Rafn en hann starfaði í kórum á Akureyri óslítið frá 1951 til 2017. Fyrst var hann í Kantötukór Akureyrar og svo í Karlakór Akureyrar í 17 ár en þar var hann lengst af í stjórn og gengdi formennsku í eitt ár. Aukreitis starfaði Ingvi Rafn í Karlakórnum Geysi frá árinu 1973, þar sem hann gengdi formennsku. Árið 1990 sameinuðust Karlakór Akureyrar og Karlakórinn Geysir en Ingvi Rafn starfaði þar til árisins 2010 og var fyrsti formaður nýs sameinaðs kórs.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -