Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Íslenskur köttur fannst eftir þrjú ár á vergangi: „Eflaust ekki lifað af nóttina í kuldanum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, tísti rétt fyrir miðnætti á nýársdag að köttur hafi fundist á Vesturlandsvegi í Reykjavík. Samstarfskona hennar, Freyja, hafi farið á vettvang, skannað dýrið og haft samband við eiganda kattarins. Í ljós kom að kötturinn sem ber nafnið Brúsi, hafi verið týndur í þrjú ár.

Brúsi var fæddur 2007 og því kominn á sextánda aldursár. Sandra segir í færslunni: „Ég fékk símtal frá tveim ungum strákum um kaldan kött sem þeir fundu á Vesturlandsvegi.“ Brúsi reyndist vera mjög slappur og hafði leitað í hita sem leitaði upp frá ræsisloki. Sandra tístir: „Hefði eflaust ekki lifað af nóttina í kuldanum.“

Allt er gott sem endar vel og er Brúsi nú kominn til eiganda sinna í Grafarvogi.

Hér að neðan má sjá Twitter-þráð Söndru:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -