Fimmtudagur 13. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Jón komst í klappfæri við ísbjörn: „Við vorum með byssuna inni hjá okkur en skotin fyrir utan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dýralíf á Íslandi er ekkert sérstaklega spennandi þannig séð. Við erum með falleg dýr eins og hreindýr, refi og seli svo nokkur séu nefnd en ekkert þeirra er sérstaklega hættulegt. Sem betur fer auðvitað. Helsti skelfirinn er sennilega minnkurinn eða þá bölvað lúsmýið. En annað slagið flækist hingað ansi hreint hættulegt dýr, ísbjörninn.

Árið 1974 komust nokkrir einstaklingar í hann krappann þegar ísbjörn gerði sig gestkominn við slysavarnarskýli við Fljótavík. Komst bjarndýrið svo nálægt þeim að það hefði verið hægt að klappa honum. Sem betur fer gerðu þau það ekki. Árið 1988 rifjaði Jón Gunnarsson, einn af einstaklingunum, upp þessa ótrúlegu sögu. Hér fyrir neðan má lesa um þessa hættulegu heimsókn:

Dýrið lá fyrir framan dyrnar og át nestið mitt -segir Jón Gunnarsson, smiður á Ísafirði, sem komist hefur í klappfæri við bjarndýr

„Við vorum fjögur fullorðin, ég, Helgi Guðmundsson, Ingólfur Eggertsson, sonur hans, Hörður, og Bogga Vernharðs auk þriggja krakka, á leið norður í Fljótavík með jeppavél sem verið hafði í endurhæfingu hjá okkur. Þetta var seinnipartinn í maí árið 1974,“ sagði Ísfirðingurinn Jón Gunnarsson í samtali við DV um aðdragandann að fyrstu kynnum hans af bjamdýri. „Við fórum í land í norðanverðri Fljótavík, á stað sem kallaður er Atlastaðir en þar eigum við sumarbústað. Þegar allir voru komnir í land og við höfðum borið bílvélina upp að slysavarnaskýli, sem þarna er, urðum við vör við björninn sem var alveg við hliðina á okkur. Það má segja að hann hafi verið í klappfæri við okkur.“ – Var dýrið alveg meinlaust? „Ja, við vorum ekkert að athuga það. Við flúðum öll inn í slysavarnaskýlið og gengum þar um á tánum. Þar nötruðum við af hræðslu því við héldum að hann bryti upp hurðina og æti okkur öll. Það sem gerði okkur líka skelkaða var að Magnús sonur minn og sonur Helga Guðmundssonar voru í sumarbústaðnum okkar og voru á leið yfir í skýlið til að kalla á okkur í matinn. Drengirnir, sem voru tíu ára, höfðu ekki hugmynd um bjarndýrið. Þeir hefðu getað gengið beint í flasið á dýrinu þannig að þetta var mikil spenna hjá okkur.“ – Hvað tókuð þið til bragðs? „Við fórum náttúrlega að spekúlera í hlutunum, hvað væri nú best að gera því við vorum með byssuna inni hjá okkur en skotin fyrir utan og þar var björninn. Það komu ýmsar uppástungur um hvernig best væri að góma björninn, m.a. sú að reyna að nota net sem við höfðum utan um bílvélina, komast með það upp á þakið og kasta yfir björninn. Við kölluðum líka í Ísafjarðarradíó en þar fengum við bara skammir. Okkur var sagt að bannað væri að nota stöðina nema í neyðartilfellum og þetta teldist ekki neyðartilfelli að þeirra mati.“ – Var björninn alltaf í færi við ykkur? „Nei, hann var lengst af fyrir framan dymar hjá okkur að éta nestið mitt. Endirinn var sá að við komumst út til að ná í skotin, brutum síðan rúðu á skýlinu og skutum björninn. Þannig fór betur en á horfðist.“ – Var þetta stórt dýr? „Hann var tveir og hálfur metri á lengd og um 150 kíló á þyngd. Sennilega hefur hann verið tveggja ára.“ – Hvað varð um björninn? „Hann fór á íslenska dýrasafnið í Reykjavík þar sem hann var stoppaöur upp og núna er hann á safni á Selfossi. Það var ekki mikið fjallað um þessa lífsreynslu okkar á þessum tíma. Þó man ég eftir því að einhver,jólakálfur“ úr Háskólanum skrifaði grein og skammaði okkur fyrir að hafa skotið greyið. Þessum manni var aldrei svarað því ég held að það sé enginn svo vitlaus að klappa bjarndýri til að vita hvort það bíti. Ég hafði heyrt að bjarndýr gætu brotið niður hús og étið menn þannig að það var ekkert sérlega geðslegt að vera norður í Fljótavík með bjarndýr fyrir framan dyrnar og börnin sín í nálægð við það,“ sagði Jón Gunnarsson.

 

Ísbjörninn allur

Baksýnisspegillinn birtist áður í nóvember 2022 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -