Þriðjudagur 21. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Jón Þorsteinsson stórsöngvari er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Þorsteinsson, söngvari og söngkennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 4. maí eftir stutta sjúkdómslegu. Jón var 72 ára.

Jón var sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar og Hólmfríðar Jakobsdóttur en hann fæddist 11. október 1951 í Ólafsfirði og ólst þar upp.

Í Noregi stundaði hann ungur hjúkrunarnám og hóf söngnám í Ósló 1974. Eftir það fór hann til Árósa og nam söng við Det Jyske Musikkonservatori­um. Lá leiðin síðan til Modena á Ítalíu þar sem hann stundaði nám hjá hinum virta söngkennara Arrigo Pola og var Jón fyrstur Íslendinga til að syngja í óperukór Wagner-hátíðarleikanna í Bayreuth en það gerði hann um tveggja ára skeið.

Árið 1980 flutti Jón til Hollands þar sem hann réðst til Ríkisóperunnar í Amsterdam en þar starfaði hann í rúman áratug. Söng hann þar um 50 einsöngshlutverk og vakti athygli fyrir snjalla túlkun sína á tónlist samtímatónskálda. Ári eftir flutninginn, 1981, vann Jón fyrstu verðlaun í keppni Konunglega kirkjutónlistarsambandsins í Hollandi. Eftir það beindi hann áhuga sínum og kröfum á meira mæli að sígildri kirkjutónlist og gat hann sér frægðarorð á meginlandi Evrópu fyrir túlkun sína á trúarlegri tónlist.

Síðustu þrjátíu árin kenndi Jón söng við hina ýmsu tónlistarskóla á Íslandi, sem og í Tónlistarháskólanum í Utrecht þar sem þjálfur og velferð ungra söngvara af ólíku þjóðerni átti hug hans allan, eins og það er orðað í andlátsfrétt mbl.is.

Eft­ir­lif­andi eig­inmaður Jóns er Ricar­do Bat­i­sta da Silva.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -