Laugardagur 24. febrúar, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Karl Ágúst um heilaæxlið: „Ég er svolítið hissa eftir á, að ég skyldi ekki fá meira sjokk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Ágúst Úlfsson ræddi á opinskáan hátt við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Okkar á milli á RÚV, um heilaæxlið sem hann greindist nýverið með.

Árið 2022 tilkynnti Karl Ágúst að hann ætlaði að kveðja leiklistarferilinn með frumsamda leikritinu Fíflið, sem hann sýndi í Tjarnarbíói sama ár. Ætlaði hann sér að einblína á rithöfundaferilinn. „Um leið og heilinn í mér fær þær fréttir að ég sé hættur að leika á leiksviði þá segir hann „Já, þú meinar! Þá er ég með annað verkefni handa þér“,“ sagði Karl Ágúst og hélt áfram. „Og hann fær mér þetta verkefni, að glíma við æxli sem uppgötvast í heilanum á mér, bara tveimur vikum eftir að ég leik síðustu sýninguna á Fíflinu. Það er það sem kom fyrir mig og ég þurfti að fara í aðgerð. Þetta er heilmikil aðgerð að láta skera gat á hausinn á sér og skera inn í heilann til þess að ná burtu einhverri kúlu sem er þar. Og er ekkert til í að fara, heldur sér ábyggilega fast í allar hliðar.“

Segist Karl Ágúst hafa þurft að glíma við allskonar vandamál eftir aðgerðina. „Skrokkurinn var rosalega máttlaus og átti erfitt með að díla við daglegt líf.“

Sigurlaug spurði hann hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk fréttirnar, að hann væri kominn með heilaæxli.

„Ég er svolítið hissa eftir á, að ég skyldi ekki fá meira sjokk,“ svaraði Karl Ágúst.

Sigurlaug: „Af hverju var það?“

- Auglýsing -

Karl Ágúst: „Ég veit það ekki. Ég einhvern veginn heyrði þetta og það skemmtilega og skrítna var að það var búið að setja mig í rúm á deildinni sem ég hafði verið í rannsókn. Og það kemur læknir hlaupandi til mín. Og hann segir „Veistu það,“ sagði hann og var frekar móður, eins og hann hefði hlaupið af annarri hæð, „Ég bara verð að tala við þig á íslensku. Þú ert með túmor í heilanum“. Og þá átti ég auðvitað að segja „En túmor er ekki íslenska!“ en ég gerði það ekki. Og svo sagði hann „Við vitum ekki hvort það sé góðkynja eða illkynja“ og eftir að ég hafði fengið þessar frétt þá lá ég í rúminu og hugsaði „Já, ég veit svo sem ekkert nákvæmlega hvað þetta þýðir en ég þarf auðvitað að vita hvort hægt sé að eiga við þetta á vinsamlegan hátt“ en ég fæ ekki að vita meira fyrr en daginn eftir. Þannig að ég þarf að fara að sofa með þennan efa.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni á vef Rúv.

Reynir Traustason tók viðtal við Karl Ágúst í fyrra í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -