Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

KR stelpur fá ekki greitt frá Sjálfstæðisflokknum: „Erum að reyna að fjárafla þessa ferð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta virðist vera bara sú hryggðar­mynd stjórn­mála­manna að skreyta sig með skraut­fjöðrum í kosninga­bar­áttu sem eru síðan allar foknar út í veður og vind að kosningum loknum.“ Þetta segir Stein­grímur Óli Einars­son, meðlimur í foreldrafélagi körfuboltastelpnanna. Körfuboltastelpur í KR hafa hvorki fengið bætur, né heyrt aftur frá Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir loforð flokksins um að greiða þeim fyrir tap í veitingasölu á körfuboltamóti yngri flokka fyrr í mánuðinum.

Um fjáröflun fyrir stelpurnar var að ræða vegna æfingaferðar til Bandaríkjanna í sumar. Það spillti hins vegar fyrir veitingasölunni að Sjálfstæðisflokkurinn mætti á svæðið og grillaði frelsis­borgara fyrir áhorfendur. Flokkurinn lofaði í kjölfarið að tjón stelpnanna vegna þessa yrði bætt.

„Við erum núna að hlaupa sveitt út um allan bæ að reyna að fjárafla þessa ferð,“ segir Steingrímur og segist ekki hafa náð sambandi við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eftir að loforð um bætur var gefið. Loforðið hafi gerst á bílaplaninun við KR heimilið eftir að frelsis­borgara­bíllinn hafi mætt á staðinn. „Það var bara eftir þetta sam­tal á bíla­planinu,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið.

Á­kveðið hafi verið að Sandra Hlíf O­cares, sem skipaði 8. sæti hjá Sjálf­stæðis­flokknum í borginni, yrði tengi­liður flokksins við for­eldra­fé­lagið. For­eldra­fé­lagið hefur, að sögn Stein­gríms, ekki heyrt í henni síðan flokkurinn grillaði ham­borgarana.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Sandra: „Ég hef ekki fengið neina fyrirspurn. Við vorum að klára kosningar og þetta er eitt af málunum sem við þurfum að ganga frá,“ Þá sagði hún flokkinn hafa langan lista af málum sem þau hafa þurft að klára eftir kosningarnar og þetta sé eitt af þeim.

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -