Sunnudagur 21. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Kristíana þurfti að breyta draumaferðinni sökum alvarlegra veikinda: „Svarið var þvert nei“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Jæja, ég var bjartsýn í haust eftir tékk í október,“ skrifar Kristíana Baldursdóttir á Facebook og deilir því með fylgjendum sínum að krabbameinið sem hún hefur barist við virðist hafa ætlað að hafa sig hægan. Kristíana lýsir förum sínum ekki sléttum eftir samskipti við ferðafélagið Sumarferðir. Þá er hún óánægð með svör frá félaginu.

„Svo bjartsýn að ég bókaði ferð til Balí í mars með Sumarferðum, ásamt vinkonu minni.“

Kristíana segir hins vegar að skoðun sem hún fór í síðasta mánuði hafi hins vegar leitt í ljós að þyrfti tafarlaust í lyfjameðferð. „Svo Balí verður að bíða betri tíma.“

Til að breyta ferðinni hringdi hún í Sumarferðir og spurði hvort hægt væri að gera nafnabreytingu á bókuninni ef vinkona hennar fyndi annan ferðafélaga.

„Svarið var þvert nei.“

„Nú, þá datt okkur í hug hvort við gætum ekki notað staðfestingargjaldið upp í aðra ferð þegar ég væri búin í meðferð. Aftur var hringt í Sumarferðir og aftur var svarið þvert NEI því samkvæmt skilmálum væri staðfestingargjaldið óafturkræft.“

- Auglýsing -

Hún útskýrir að hún og vinkona hennar hafi verið þess fullmeðvitaðar og að þær hafi ekki verið að falast eftir endurgreiðslu, heldur að biðla til félagsins að fá að geyma peninginn hjá þeim og nýta síðar upp í aðra ferð.

„Ég er nú einu sinni naut og þrjósk í samræmi við það, svo ég sendi póst á forstjórann,“ sem jafnframt er yfir Ferðaskrifstofu Íslands, Sumarferða og Úrvali- Útsýn.

„Ég útskýrði vandlega af hverju við kæmumst ekki og hvað við vorum að biðja um,“ skrifar hún og segir að erindið hafi verið borið fram á kurteislegan hátt.

- Auglýsing -

„Í allnokkra daga kom ekkert svar en þegar ég ítrekaði kom svar frá Þjónustudeild, þar sem sagði: „Eins og áður hefur komið fram og kemur skýrt fram í skilmálum hjá okkur, þá er ekki hægt að fá staðfestingargjald endurgreitt né nota upp í aðra ferð.““

Krístína bendir á að í skilmálunum félagsins komi alls ekki fram að ekki sé hægt að nota staðfestingargjaldið upp í aðra ferð heldur að þar segi:

„Staðfestingargjald greiðist við bókun og er óafturkræft ef meira en 5 dagar eru liðnir frá bókun.“

„Sem sagt alls ekkert um að ekki sé hægt að nota það upp í aðra ferð,“ bætir hún við og segir að sér sé hulin ráðgáta af hverju þetta er ekki hægt. Hún varpar fram spurningunni hvaða viðskiptahagsmuna Sumarferðir hafa af því að meina þeim þetta?

„Í mínum huga er þetta bara óliðlegheit og léleg þjónusta!“

Ósátt og með fleiri spurningar en svör segir hún: „Það er alla vega kristaltært að ég mun ekki skipta við þessa aðila framar. Þau eru engan veginn hjálpleg eða þjónustulunduð þegar eitthvað kemur upp á.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -