Föstudagur 12. apríl, 2024
2.8 C
Reykjavik

Kveikti sér í pípu og var skotinn af lögreglunni – Falsfrétt um andlát Íslendings í Hull

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 17. janúar árið 1915 birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá mannsláti hins þrítuga Gísla Oddssonar skipstjóra í Hull, rétt fyrir jól 1914 en hann var sagður hafa verið skotinn af lögreglumanni. Fyrri heimstyrjöldin stóð yfir og njósnarar á hverju horni og lögreglan því víða á varðbergi. Í Hull var bannað að ganga um bæinn að kvöldi til og samkvæmt frétt Vísis hafði Gísli skroppið út til að kveikja í pípu sinni. Lögreglumaður hafi svo talið að um merkjasendingu að ræða á milli njósnara og skaut hann kaldann. En raunin reyndist önnur.

Svona er frétt Vísis frá 17. janúar 1915:

Íslendingur skotinn í Hull

Íslenskur maður að nafni Gísli Oddsson Gíslasonar frá Sæbóli bókbindara á ísafirði, var skotinn í Hull skömmu fyrir jól. Hann var á gangi fyrir utan bæinn um kvöld og kveykti þar í pípu sinni, en mönnum er bannað að vera utan bæjar úr því að dimt er orðið. Lögreglan hefir því haldið er hún sá ljósið að njósnarmenn væri að gefa merki og hleypt af. Gísli þessi var skipstjóri á enskum botnvörpung, mesti dugnaðar og atgervismaður. Hann var um þrítugt og ókvæntur.

Þann 25. febrúar 1915, birti Morgunblaðið stutta frétt þar sem efast var um þær staðhæfingar að Gísli Oddsson hafi verið skotinn í Hull, en skipstjóri Great Admiral, Þórarinn Olgeirsson kvaðst hafa átt samtal við Gísla, sem virtist alls ekki hafa orðið fyrir skoti.

Hér er frétt Morgunblaðsins:

Íslendingur skotinn í Hull.

Sú fregn var breidd út hér um bæinn að Íslendingurinn, sem skotinn var í Hull fyrir óvarkárni sína, hefði verið Gísli Oddsson skipstjóri. Þegar »Great Admiral« var í Englandi núna fyrir fáum dögum, átti Þórarinn skipstjóri tal við Gísla og sá þess þá engin merki á honum að hann hefði verið skotinn. Trúum vér því ekki að Þórarni hafi missýnst.


Að lokum kom það á daginn að Gísli Oddsson skipstjóri, var sprelllifandi en pabbi hans er sagður í litlu fréttaskoti í Lögréttu í febrúar 2015, hafa leiðrétt frásögnina af andláti sonar síns í blaðinu Vestra.

Hér má sjá fréttaskotið:

Íslendingurinn, sem skotinn var í Húll, er ekki Gísli Oddsson skipstjóri, eins og áður var sagt. Faðir hans á Ísafirði hefur fengið fulla vissu um þetta og leiðrjett frásögnina í „Vestra“.

Þrátt fyrir nokkuð ítarlega leit fann Mannlíf ekki téða leiðréttingu föður Gísla, né upplýsingar um það hver það var sem skotinn var af lögreglumanni í Hull, rétt fyrir jól 1914, það er að segja ef það var ekki flökkusaga en á þessum tíma bárust fréttir stundum seint og voru kannski ekki alltaf þær áreiðanlegustu.

Hafi einhver frekari upplýsingar um hið áhugaverða mál, má endilega senda tölvupóst á Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -