Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Landsmenn klökkir vegna auglýsingar Toyota: „Takk Egill“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir Íslendingar urðu klökkir við frumsýningu drottingarauglýsingar Toyota sem birtist í lokaauglýsingaslotti fyrir Áramótaskaupið. Yfirskrift hennar var „Takk Egill“. Auglýsingin var hugljúf þar sem fylgt var eftir Agli Ólafssyni, en hann hefur í um 30 ára skeið séð um lestur auglýsinga fyrirtækisins.

Við fylgjum Agli þar sem hann gengur með skjalatösku eftir löngum gangi og sest við langborð. Að hinum enda borðsins gengur því næst óþekktur einstaklingur. Dramatískasta atvik auglýsingarinnar er þegar Egill skutlar skjalatöskunni eftir langborðinu til hins óþekkta einstaklings. Afhjúpunin verður þegar áhorfanda er sýnt hvað leynist í töskunni sem er míkrafónn og skjaldamerki Toyota. Því næst er klippt á nýjan handhafa töskunnar sem er Ólafur Darri Ólafsson leikari. Á þessu ljúfsára augnabliki áttar áhorfandinn sig á að Egill hefur afhent Ólafi Darra hlutverk sitt sem rödd Toyota.

Því næst er Agli þakkað fyrir samstarfsárin:

„Takk Egill, fyrir öll 30 árin“

Auglýsinguna má sjá hér að neðan:

- Auglýsing -

Egill hefur rætt opinskátt um veikindi sín en hann glímir við Parkinson sjúkdóminn. 

Fjölmargir hafa tíst um auglýsinguna og má fylgja umræðunni á Twitter og öðrum samfélagsmiðlun undir myllumerkinu: takkEgill

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -