Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Langveik kona ósátt við framferði lögreglu eftir umferðaróhapp: „Hvað er þetta eiginlega?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona sem ekki vill láta nafn síns getið missti meðvitund undir stýri er hún keyrði í íbúðargötu í Reykjavík um daginn en konan er langveik. Segir hún farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við lögregluna.

Vinkona konunnar, Sunna að nafni, skrifaði færslu um málið þar sem hún hneikslast á framferði lögreglunnar í málinu.

„Langveik vinkona mín lendir í því um daginn að missa meðvitund undir stýri keyrandi í íbúðargötu rétt hjá heimili sínu. Hún keyrir útaf og í snjóskafl, þar sem hringt er á lögreglu og sjúkrabíl. Hún er þvoglumælt og ennþá hálf out of it þegar hún rankar við sér og man ekkert hvað gerðist undanfarin klukkutíma ca. Löggunni grunar að hún sé undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða ópíóða svo þeir taka af henni bíllyklana og fylgja henni á bráðamótökuna til að bíða niðurstöðu blóðprufna. Vinkonan hafði tekið 1 Tradolan (ópíóði) um morguninn, en hún gerir það flesta morgna og samkvæmt upplýsingum lyfjafræðings þá fer það lyf úr blóðinu á 6 tímum. Lyfið var tekið kl 10 og slysið varð kl 18, 8 tímum seinna,“ skrifar Sunna í byrjun færslunnar. Því næst segir hún að vinkona hennar hafi sagt lögreglunni að kona hennar gæti komið upp á bráðamóttöku til að sækja lyklana að bílnum sem sat enn fastur á umferðareyju:

„Vinkonan segir löggunni að konan hennar geti komið upp á bráðamóttöku til að sækja lyklana, en löggan segir nei. Konan hennar kíkir á bílinn og sér að hann er fastur en að sama skapi fastur á umferðareyju og er hvorki fyrir bílum né gangandi vegfarendum. Það er ekkert að bílnum nema smá beygla á stuðara.“

Niðurstöður úr blóðprufum sýna svo ekkert athugavert í blóðinu:

„Vinkonan fær niðurstöður úr blóðprufum og hvorki áfengi, fíkniefni né ópíóðar finnast í blóðinu. Blóðprufur sýna aftur á móti alvarlegan blóðskort og járnleysi. Einnig finnast hjartsláttatruflanir og blóðþrýstingur er upp og niður.

Löggan fer þar sem ekkert saknæmt hefur átt sér stað en ákveður að taka lyklana samt með sér, í staðin fyrir að skilja þá eftir hjá veikri vinkonunni eða leyfa konunni að sækja lyklana uppá bráðamóttöku.“

- Auglýsing -

Næst í færslunni segir Sunna frá því er kona vinkonunnar sækir lyklanna daginn eftir til lögreglunnar.

„Daginn eftir fer konan að sækja lyklana og er þá tjáð að bílinn hafi verið dreginn í burtu og hún þurfi að fara í Vöku til að sækja hann. Konan fer þangað og fær bílinn gegn því að borga tæplega 50 þúsund króna gjald. Taka ber fram að vinkonan og konan eru báðar öryrkjar.“

Viku seinna fær vinkona Sunnu afrit af lögregluskýrslunni en þar sést að svo virðist sem lögreglan hafi verið búin að ákveða snemma í ferlinu að vinkonan væri lyfjuð:

- Auglýsing -
„Um það bil viku seinna fær vinkonan afrit af lögregluskýrslunni. Þar sést greinilega á myndum að jú bíllinn er fastur, en ekki fyrir neinum. Smá mokstur og auðvelt hefði verið að losa hann og ef lyklarnir hefðu ekki verið teknir þá hefði það verið gert sama dag eða morguninn eftir.
Samkvæmt upplýsingum frá Vöku þá hefur löggan verið að fá slatta af kærum undanfarið, vegna þess að þeir eru að láta draga bíla af of litlu tilefni.
Í lögregluskýrslunni stendur meðal annars:
„…en illa gekk að ræða við hana og afla frá henni upplýsinga þar sem hún var sjáanlega lyfjuð og alltaf að detta inn og út úr meðvitund.“ – Þarna eru þeir strax búnir að ákveða að vinkonan sé dópuð.
„…héraðslæknir mætti þá á vettvang og framkvæmdi sitt akstursmat á X sem hún féll á.“ – Já auðvitað, ef það líður yfir fólk sökum blóðleysis þá er það ekkert skrítið að það sé ekki dæmt aksturshæft rétt eftir atburðinn. Það er ekkert samasemmerki á milli þess og þess að vera lyfjaður eða dópaður.
„…sagði X vera þvoglumælta, syndandi til augnanna, með óstyrkar augnhreyfingar. Hann sagði einnig að samhæfing hreyfingar X væri frekar léleg og að ástand hennar líktist því að hún væri undir áhrifum mikilla lyfja.“ – Já vinkonan var mjög veik, það er staðfest, veikari en hún sjálf hélt. Stikkorðið hér er „líkist“. Læknirinn er að líkja ástandinu við lyfjaneyslu, ekki að segja að svo sé. Mjög veikt fólk getur auðveldlega litið út og hegðað sér eins og það sé dópað, einfaldlega vegna þess að það er slappt.
„…sagði að X hefði sagt við sig að hún væri
þá búin að taka ópíóð lyf fyrr um daginn sem maki hennar hafi gefið henni áður en hún fór út að aka bifreið sinni.“ – Já 8 tímum áður, lyfið er farið úr kerfinu! Líka lyf sem vinkonan tekur reglulega, líkaminn er þar af leiðandi orðinn vanur því og engin vímuáhrif koma fram, ef þau þá gerðu það nokkurn tíman.
Aðeins á einum stað stendur „Neysla efna ekki staðfest“, á forsíðunni undir brot/nánari skýring. Aldrei er minnst á það í vitnisburði og aðaltexta skýrslunnar. Það er aftur á móti talað ítrekað um hvernig vinkonan virðist lyfjuð og grunsemdir um neyslu. Þetta lítur allt út eins og löggan hafi dæmt strax og skýrslan er sett upp til að rökstyðja þann dóm eða skoðun.

Einnig er athyglisvert að orðalagið „Neysla efna ekki staðfest“ er notað í stað þess að segja einfaldlega að ekkert hafi fundist. Aftur finnst mér þetta orðalag vera sett upp til rökstuðnings við það sem löggan var búin að ákveða fyrirfram.“

Að lokum spyr Sunnar ýmissa spurninga og er nokkuð orðhvöss enda ekki sama um vinkonu sína:

„Hvað er þetta eiginlega?
Hvaða fávita löggu datt í hug að fara bara með lyklana?
Af hverju voru lyklarnir ekki bara skildir eftir annað hvort hjá vinkonunni eða í afgreiðslu bráðamóttöku svo konan gæti sótt þá, losað bílinn og keyrt hann heim í gær?
Af hverju var hringt í Vöku og þær ekkert látnar vita og allur kostnaður á þeirra höndum?
Af hverju er það ekki nóg að læknir staðfesti að vinkonan sé raunverulega veik en ekki full eða dópuð?
Af hverju er það ekki tekið skýrt fram í skýrslunni að hún var ekkert dópuð, bara veik?
Af hverju er endalaust minnst á lyf, að vera lyfjaður og ópíóða í skýrslunni?

Mér finnst þetta vera hálfgert, eða jafnvel bara heilgert, lögregluofbeldi og valdníðsla.“

Mannlíf spurði hinu langveiki vinkonu Sunnu hvort hún hyggðist kæra lögregluna fyrir að láta Vöku keyra bílnum á brott. „Það er í skoðun. Ekkert ákveðið ennþá,“ svaraði hún og bætti við að hún væri ennþá að jafna sig því þetta hafi verið áfall og hún sé ennþá veik.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -