Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Meira svindl á singles day: „Þegar „útsala“ hófst þá hækkuðu vörurnar.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bók á vefverslun var þúsund krónum dýrari á svokölluðum singles day heldur en á fullu verði fyrr á árinu. Skráð fullt verð á afsláttadeginum var 4.000 krónum hærra en fullt verð í apríl.

Fleiri fréttir af fölskum afsláttum virðast vera að dúkka upp í kjölfar afsláttadagsins singles day. Mannlíf hafði áður fjallað um dularfullar verðhækkanir á stólum hjá Rúmfatalagernum rétt fyrir tilboðsdaginn, en einungis átta dögum fyrr hafði kona nokkur keypt stólinn sem þá kostaði 3.000 krónum minna en hann gerði á fullu verði (fyrir tilboð) á singles day.

Í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi segist Guðbjörg nokkur hafa keypt bók hjá netversluninni Fullt Tungl. Bókina keypti hún að eigin sögn í apríl án nokkurs afsláttar. Á singles day tilboðinu kostaði bókin 2.990 krónur, en fullt verð er skráð 5.990 krónur.

Guðbjörg segir að tilboðsverðið sé þúsund krónum hærra en fulla verðið sem hún hafði sjálf keypt bókina á fyrr á árinu. Um er að ræða bókina Ég elska þig PIZZA.

Nú er ekki þar með sagt að það sé ekki eðlilegt að sumar vörur hækki í verði í ákveðnu árferði, en 4.000 króna hækkun á einni bók á aðeins nokkrum mánuðum getur þó vart talist eðlileg, ef Guðbjörg hefur rétt fyrir sér.

Nema það sé eitthvað afar sérstakt við pitsurnar í bókinni.

- Auglýsing -

Fleiri í téðum Facebook-hópi virðast hafa svipaðar sögur að segja hvað varðar afslætti og tilboðsdaga á Íslandi. Það er því eins og endranær ávallt mikilvægt fyrir neytendur að vera á verði.

„Mjög gott að vita hvað vörurnar kostuðu áður því að þetta er klassískt trikk. Ástæðan fyrir því hvað ég kaupi mikið erlendis frá,“ segir Sólveig nokkur.

„Ég tók eftir þessu líka á einhverjum íslenskum síðum og erlendum, meira að segja AliExpress!“ segir Birta.

- Auglýsing -

Anna nokkur kannast vel við mál sem þessi:

„Eru ekki flestar verslanir sem stunda þetta. Hef nokkrum sinnum verið að fylgjast með verði á vöru og þegar „útsala“ hófst þá hækkuðu vörurnar annaðhvort þannig að þú borgaðir meira eða jafnt verði fyrir „útsölu“. Hef bent á þetta 2x hjá sitthvoru fyrirtækinu og báðum færslum var eytt út.“

„Helvítis græðgi!!!“ bætir Anna við að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -