Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Met slegið í fjölda gistinátta í janúar – 93 prósent aukning milli ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að aldrei hafi verið fleiri skráðar gistinætur í janúarmánuði, en voru þær 449.800 sem er 7,5 prósent frá fyrra meti sem var 2020 en þá voru skráðar 418.300.

Í janúar voru 312.000 gistinætur á hótelum skráðar sem er 93 prósent aukning frá fyrra ári en þá herjaði, eins og flestum er kunnugt, Covid-faraldurinn. Er því nærtækara að líta til ársins 2020 en nemur aukningin á milli ársins í ár og 2020 7 prósentustigum.

Mynd: Hagstofa Íslands

Þá segir í yfirlýsingu frá Hagstofu Íslands:

„Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 79% gistinátta, eða um 356.000 sem er tvöföldun frá fyrra ári (176.300). Gistinætur Íslendinga voru um 93.800 sem er 45% aukning frá fyrra ári (64.900). Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 361.300 og um 88.500 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.).

Hagstofa Íslands birtir nú áætlaðan fjölda gistinátta utan hefðbundinnar gistináttaskráningar fyrir árin 2021 og 2022. Áætlað er að gistinætur erlendra ferðamanna í heimagistingu gegn um Airbnb og svipaðar síður hafi verið um 518.000 árið 2021 og um 1.168.000 árið 2022. Gistinætur erlendra ferðamanna í húsbílum utan gjaldskyldra tjaldsvæða eru áætlaðar um 78.000 árið 2021 og 75.000 árið 2022, meðan áætlað er að þær hafi verið um 96.000 hjá vinum og ættingjum árið 2021 og um 264.000 árið 2022. Tölur um gistinætur utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í janúar 2023 liggja ekki fyrir sem stendur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -