Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

MeToo: „Oft er þetta bara ákveðin PR-starfsemi; að þykjast hafa lært sína lexíu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er í mjög fáum tilvikum sem gerenduraxla ábyrgð. Í þeim tilvikum sem ég man eftir í þessari MeToo-bylgju þá hefur það samt yfirleitt verið klaufalega gert. Það hefur til dæmis ekki verið gert í samráði við þolendurna og það hefur ekki verið öxluð full áabyrgð,“ segir Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur og formaður baráttuhópsins Líf án ofbeldis.

„Oft er þetta bara ákveðin PR-starfsemi; að þykjast hafa lært sína lexíu.“ Þá gerist það stundum að stuttu eftir að ásakanir koma fram, stígur ofbeldismaður fram og segir frá sjálfsvinnu og iðrun.

Þekking Gabríelu á málaflokknum er afar víðtæk og því ekki hjá því komist að spyrja hvernig hún telji ofbeldismenn geta lært af gjörðum sínum og tekið ábyrgð.

„Þetta er svolítið eldfim umræða, því auð-vitað viljum við að gerendur fái tækifæri til þess að bæta sig og lifa í þessu samfélagi, en þegar að þetta eru þekktir gerendur, þá eru þeir náttúrlega búnir að vera að nota frægðina til þess að brjóta gegn þolendum og eru í margfaldri valdastöðu. Ekki bara vegna kyns síns, heldur líka vegna frægðar sinnar, og það er ekki neinum fyrir bestu að þeir haldi áfram að vera í skemmtana- bransanum eða í sviðsljósinu.“

Það sé þung-bært fyrir þolendur að sjá gerendur ítrekað í sjónvarpi, auglýsingum eða annars staðar í sviðsljósinu. Þegar kemur að afreksíþrótta- fólki, knattspyrnumönnum, segir hún það sama gilda.

„Já, það er auðvitað líka það að þeir séu í sviðsljósinu, en það er bara ákveðið fordæmi að taka algjörlega fyrir ofbeldi og að það hafi einhverjar afleiðingar. Þú fáir ekkert að vera einhver fótboltastjarna þegar þú ert búinn að brjóta á annarri manneskju sem situr uppi með skaða fyrir lífstíð,“ segir hún.

- Auglýsing -

Lesa meira hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -